Safar sem orkuboost

 

 

Hér eru nokkrir próteinríkir hristingar sem gefa þér orkuboost í amstri dagsins. Prótein er mikilvægur þáttur í að byggja upp orku og í flestum tilfellum fáum við nóg úr fæðunni.  Það getur þó verið gott að geta gripið í góðan próteindrykk og þá er einfalt og þægilegt að notast við próteinduft.  Einnig er alveg hægt að nota silki tofu eða hreint jógúrt.    

 

Hvort notað er bragðlaust-, súkkulaði- eða vanillu prótein er algjört smekksatriði.  Magnið af próteindufti er einnig smekksatriði, ég skoða yfirleitt hversu margar hitaeiningar hver skammtur er, oftar en ekki nota ég bara hálfan skammt. 

 

Möndlu og döðlu hristingur (smoothie) - notið blandara: 

 

 

1/2 - 1 skammtur próteinduft

1 bolli góður eplasafi

1 bolli ísmolar

3 msk. möndlusmjör

4 döðlur

 

Þessi hristingur er einstaklega næringaríkur og góður en fyrir þá sem eru að huga að þyngdinni, þá er

gott að hafa í huga að hann inniheldur töluvert fleiri hitaeiningar en margir aðrir hristingar. 

 

 

 

Avocado hristingur (smoothie) - notið blandara: 

 

1 bolli ísmolar

1/2 avocado

1/2 bolli kókoshnetuvatn

1/2 - 1 skammtur próteinduft

1/4 tsk. vanilla exctract

1 msk. hunang (má sleppa)

 

Bláberja hristingur (smoothie) - notið blandara:

 

3/4 bolli fersk bláber

1/2 - 1 skammtur próteinduft

1/2 bolli ísmolar

1/2 stk. appelsína

2 msk. ósæt möndlumjólk

 

 

 

Kál og möndlu hristingur (smoothie) - notið blandara: 

 

1 bolli kálblöð, skorin frá stöngli. Gufusoðin og kæld

1 bolli kókoshnetuvatn

1 epli

1 msk. möndlusmjör

1 msk. hunang (má sleppa)

 

Berja og tofu hristingur (smoothie) - notið blandara:

 

2 bollar frosin blönduð ber

1/2 bolli silki tofu

1/2 stk. appelsína

1 stk. banani

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018. Myndir: Pixabay