Safar gegn bólgum

 

Bólgur eru þekkt vandamál í vestrænum samfélögum enda myndast þær oftar en ekki vegna mataræðis okkar sem er fullt af mikið unnum mat, óhollri fitu, sykri og aukaefnum.  Bólga er náttúruleg leið líkamans til að vinna gegn óæskilegu áreiti, sýkingum og meiðslum.  Í flestum tilvikum þá róast ónæmiskerfið eftir að líkaminn hefur unnið á þessu óæskilega áreiti.  Það getur þó komið fyrir að hann nái því ekki og eftir sitji þrálátar bólgur á lágu stigi í líkamanum sem geta skaðað mörg líffæri.  

 

 

 

Hér koma nokkrar uppskriftir af söfum sem eru bólgueyðandi - gott fyrir alla sem eru að komast yfir meiðsli, eru með gigt og eða vilja bæta almenna heilsu.  

 

 

Kirsuberja og kókos hristingur (smoothie) - notið blandara:

 

2 bollar frosin kirsuber

1 bolli kókoshnetuvatn

1 matskeið sítrónusafi

 

 

 

Kriddaður sólaldin (papaya) hristingur (smoothie) - notið blandara:

 

1 1/2 bolli papaya (skorið í bita)

1 bolli ísmolar

1 matskeið chia fræ, látin liggja í bleyti í 10 mínútur fyrir notkun

1/4 tsk. turmeric

2-3 cm. engifer

cayenne pipar eftir smekk

 

 

 

Grænn og guðdómlegur - notið safapressu:

 

1 bolli spínat

1 stk. stórt kálblað án stönguls

1 stk. epli

1/2 bolli vatn eða kókoshnetuvatn

1/4 bolli fersk bláber

1/2 sítróna

2-3 cm. engifer, hýði tekið af

 

 

Brómberja og plómu hristingur (smoothie) - nota blandara:

 

1 1/2 bolli frosin brómber

1 stk. appelsína

1 stk. plómur, steinn tekinn úr

 

 

 

 

Spínat og epla safi - notið safapressu:

 

2 bollar spínat

2 stk. epli

1 stk. gúrka

1/2 sítróna

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay