Safar fyrir vatnsbúskapinn

 

 

 

 

Á Íslandi er kannski ekki mikil hætta á því að við verðum fyrir ofþornun en það er samt gott að hafa varann á.  Mikil hreyfing, heitir jógatímar og margt fleira gerir það að verkum að gott getur verið að drekka eitthvað annað en einungs vatn.   

Hér koma nokkrir safar eða hristingar sem að hjálpa þér að verjast ofþornun eða bara fríska þig við því þeir eru stútfullir af vítamínum og steinefnum. 

 

Melónu og mintu hristingur (smoothie) - notið blandara:

 

2 bollar hunangsmelóna

1 stk. agúrka

12 fersk mintulauf

2 - 4 msk. límónusafi, eftir smekk

1 tsk. hunang (má sleppa)

 

Mangó og kókoshnetu hristingur (smoothie) - notið blandara:

 

2 bollar mangó

2 bollar kókoshnetuvatn

2 - 3 msk. límónusafi, eftir smekk

cayenne pipar, eftir smekk

 

 

 

 

Agúrku og peru safi - notið safapressu:

1 stk. pera

1 stk. agúrka

3 stk. sellerí stilkar

2-3 cm. engifer

 

 

Vatnsmelónu og engifer safi - notið safapressu:

2 bollar vatnsmelóna​

1 msk. sítrónusafi

2-3 cm. sítrónugras

2-3 cm. engifer

salt eftir smekk

 

Ananas og spínat safi - notið blandara: 

 

5 bollar romain salat

3 bollar ananas

1 bolli spínat

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay