Safar fyrir hormónana

 

 

 

Að hafa jafnvægi á hormónunum skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla.  Heilaþoka, þyngdaraukning, þreyta, hitakóf, tíðarverkir, miklar blæðingar og þunglyndi eru bara nokkur dæmi sem getur stafað að ójafnvægi á hormónum - allt til að gera lífið mun erfiðara en það ætti að vera.   

 

Holl næring er mikilvæg þegar kemur að því að halda jafnvægi á hormónum og þá getur verið gott að grípa í góðan safa eða hristing. 

 

 

Orkugefandi matcha og sítrónu hristingur (notið blandara):

Fyrir einn: 

 

1 1/2 bolli vatn

1 bolli klettasalat, spínat eða annað grænt kál

1/2 stk. þroskuð lárpera

1 stk. daðla

4 stk. hnetur að eigin vali

3 msk. ferskur sítrónusafi

2 msk. mulin hörfræ

1 msk. ghee

1 msk. maca duft

1 1/2 msk. hemp fræ

Smá biti engifer, afhýddur

1 tsk. matcha grænt te

1/4 tsk. kanill

Örlítið sjávarsalt

 

 

Matcha grænt te hefur verið vinsælt lengi og ekki að ástæðulausu.  Talið er að einn bolli af matcha gefi jafn mikið af andoxunarefnum og 10 bollar af venjulegu grænu tei.  Það gefur einnig mikla orku og því tilvalið í staðin fyrir kaffið.  Klettasalat, hörfræ og maca duft hjálpa þér að koma jafnvægi á estrógen hormónin sem eru kynhormón með það meginhlutverk að stjórna tíðahring kvenna.   Einnig gegna þau mikilvægu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska.  Kanill kemur jafnvægi á blóðsykurinn.  

 

 

 

 

Djúpgrænn spírulínu hristingur  (notið blandara):

Fyrir tvo:

 

2 1/2 bolli vatn

1 stk. þroskuð lárpera

1 stk. þroskuð pera

1/2 bolli brokkólí spírur

2 msk. spírulínu duft

3 msk. ferskur sítrónusafi

2 msk. mulin hörfræ

2 msk. graskersfræ

1/2 tsk camu camu duft

Örlítið sjávarsalt

 

 

Spírulína er ekki bara próteinrík heldur inniheldur hún mikið magn af joði sem er steinefni sem binst hormónum skjaldkirtilsins.  Joð á því þátt í því að stýra efnaskiptum líkamans.  Spírulína getur því hjálpað mörgum sem eiga erfitt með að fá joð úr matvælum en varast þarf að fá of mikið af því.  Þungaðar konur og konur með barn á brjósti, ættu sérstaklega að varast að fá of mikið af joði.  

 

 

 

 

Gulrótar- og rauðrófu hristingur (notið blandara): 

Fyrir tvo:

 

1 1/2 bolli vatn

1/2 bolli niðurskornar gulrætur, með hýðinu

1/2 bolli niðurskornar rauðrófur, afhýddar

1/4 bolli möndlur

1 1/2 msk. ferskur sítrónusafi

Smá engifer bútur, afhýddur

1 msk. mulin hörfræ

1 msk. hemp fræ

1 tsk. kanill

1/2 tsk. vanilla extract

1/4 tsk. negull

Örlítið sjávarsalt

 

 

Þær konur sem þjást af fyrirtíðarspennu ættu að prufa að fá sér eitt glas á dag af þessum hristingi, 5 dögum fyrir blæðingar.  Rauðrófur aðstoða lifrina í að hreinsa út notuð estrógen hormón og gulrætur styðja við fjölgun prógesterón hormóna sem ásamt estrógenum, ernauðsynlegt til þess að legslíman þroskist fullkomlega svo þungun geti átt sér stað.  Hemp fræ eru auðug af omega-3 fitusýrum sem er bólguhamlandi og aðstoða að halda einkennum fyrirtíðarspennu í skefjum.

  

 

 

 

Súkkulaði kirsuberja hristingur (notið blandara):

Fyrir tvo:

 

1 1/2 bolli vatn

1/2 stk. þroskuð lárpera

1 bolli frosin kirsuber

1/4 bolli graskersfræ

1/4 bolli heslihnetur

3 msk. 100% kakó

2 msk. kollagen duft

1 msk. kókosolía, bráðnuð

1 tsk. vanilla extract

1 msk. ferskur sítrónusafi

1/2 tsk. kanill

6 dropar stevía

Örlítið sjávarsalt

 

 

Þessi súkkulaði hristingur er tilvalinn til að seðja súkkulaðilöngun án þess að þurfa að fá samviskubit.  Hann hefur að geyma helling af trefjum, magnesíum og vítamín A og C.  Kollagen duftið styður síðan meltinguna ásamt  því að gefa meira prótein. 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay