Regnbogasalat með kjúkling

 

 

Kjúklingur inniheldur öll B-vítamínin og því frábær fyrir húðina og taugakerfið.  Papríkur eru ríkar af C-vítamíni og andoxunarefnum sem hefur góð áhrif á hjarta og augu.  Lárperur eru góðar fyrir blóðþrýstinginn og gagnast vel þegar líkaminn berst við bólgur.  Egg innihalda D-vítamín og styrkja bein og tennur.  Svona mætti lengi halda áfram....

 

Þetta holla salat er einfalt og gott - hér er temmilegur skammtur fyrir einn: 

 

 

1 bolli grænkál, skorið niður

1 stk. lítil kjúklingabringa, elduð

1 stk. harðsoðið egg, skorið í fernt

1/2 bolli cherry tómatar, skornir í helminga

1/2 stk. papríka, skorin í litla bita

1/4 bolli gular baunir

1/4 stk. lárpera, skorin í litla bita

1/2 bolli gúrka, skorin í litla bita

1/4 bolli rauðlaukur, skorinn í litla bita

Súrmjólkur dressing (uppskrift hér)

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.