Ras el Hanout (marokkósk kryddblanda)

 

Í Marokkó er matur og matargerð svo miklu meira en eitthvað til að næra líkama okkar.  Matargerðin á að næra sálina og færa fólk saman.  

 

Upprunalega, fyrir annsi mörgum öldum, þá byrjuðu krydd að streyma til Norður Afríku vegna skipaleiða frá Austri til Evrópu. Fljótlega fóru markaðir að fyllast af ljúffengum þurrkuðum kryddum sem Afríkubúar voru fljótir að læra að nýta í dýrindis matargerð.  Í dag eru margir marokkóskir réttir þekktir um allan heim og allir eiga þeir það sameiginlegt að innihalda dásamlegar kryddblöndur sem næra bæði líkama og sál.      

 

Ras el Hanout er ein þekktasta kryddblandan og í mjög lausri þýðingu þýðir ,,besta kryddblandan".  Hún er gjarnan notuð í allskonar súpur og kássur, steikt grænmeti og einnig er hún dásamleg á kjúkling og fisk.  

 

2 tsk. þurrkað engifer

2 tsk. kóríander fræ

1 1/2 tsk. cumin fræ

1 1/2 tsk. kardimomma

1 1/2 tsk. svört piparkorn

1 1/4 tsk. mulið múskat

1 1/2 tsk. allrahanda krydd

1 tsk. kanill

1/4 tsk. þurrkað túrmenik 

Saffron eftir smekk (ef vill)

 

  • Blandið öllu saman (nema saffraninu) og myljið niður í fínt duft, t.d. með mortel.  Bætið saffraninu við ef það er notað.
  • Setjið í loftþéttar umbúðir og merkið.   

 

Múskat hefur gjarnan verið talið aðlagast að þörfum líkamans.  Það hefur verið notað þegar streita er mikil og þá talið hafa áhrif á blóðþrýstinginn.  Á móti kemur, þá hefur það verið notað til að auka orku og gleði þegar líkaminn er þreyttur eða sálin döpur.  Einnig hefur það verið notað til að róa uppsettan maga.  

 

Kardimommur hafa verið notaðar gegn kvefi, berkjubólgu og brjóstsviða í mjög langan tíma.  Einnig eru þær taldar róa uppsettan maga og auka fitubrennslu líkamans.  

 

 

 

 

 © Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.