Prógesterónpróf

 

Hormónarnir þínir bera ábyrgð á því hvernig þú hugsar, hvernig þér líður og hvernig þú lítur út.  Kona, sem hefur jafnvægi á hormónónunum er fljót að hugsa og með gott minni.  Hún er orkumikil yfir daginn án þess að drekka koffein, sofnar auðveldlega að kveldi og vaknar úthvíld.  Hún hefur heilbrigða matarlyst og heldur kjörþyngd án mikillar fyrirhafnar.  Hún hefur heilbrigt hár, húð og neglur.  Hún er í tilfinningalegu jafnvægi og á auðvelt með að takast á við streitu.  Þegar hún fer á blæðingar, þá þjáist hún ekki af miklum óþægindum.  Þegar fer að líða að breytingarskeiði, þá fer hún inn í þetta nýja tímabil án mikilla aukaverkana.  

 

Ef þetta á ekki við um þig, þá er líklegt að einhverjir hormónar séu ekki í jafnvægi.  

 

Magdalena Wszelaki, hormóna- og næringasérfræðingur  (https://hormonesbalance.com/) hefur gert það að atvinnu sinni að hjálpa konum að lagfæra hormónaójafnvægi með réttri næringu og bætiefnum.  Hún hefur sett upp einföld hormónapróf sem gefa einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að.  Prófin koma að sjálfsögðu ekki í staðin fyrir nákvæmar prufur hjá lækni en þau eru góð byrjun.   Ef þú svarar "já" við meira en þremur spurningum í hverju prófi, þá er líklegt að það hormón sem verið er að prófa sé í ójafnvægi. 

 

Prógesterón

 

Prógesterón myndast í eggjastokkum kvenna og einnig örlítið í nýrnahettum bæði hjá körlum og konum.  Það hefur gjarnan verið kallað meðgönguhormón því það er nauðsynlegt til að þungun geti átt sér stað.  Það viðheldur einnig þungun með því að koma í veg fyrir blæðingar.   Hormónið er ekki bara nauðsynlegt fyrir þær konur sem vilja og eru ófrískar.  Það gegnir nefnilega einnig því mikilvæga hlutverki að halda okkur rólegum, skýrum í kollinum og í jafnvægi.  Einnig er það mikilvægt fyrir góðan nætursvefn.  

 

Of lágt prógesterón?

 

 1. Ertu oft með höfuðverk, sértaklega í kringum blæðingar?
 2. Hefur þú fengið blöðrur á eggjastokka eða legslímuflakk?
 3. Ertu eirðarlaus í fótleggjum, sérstaklega á næturna?
 4. Hefur þú mist fóstur á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu?
 5. Hefur þú upplyfað ófrjósemi?
 6. Hefur þú miklar og sársaukafullar blæðingar?
 7. Finnst þér þú vera uppþemd og/eða þrútin?  
 8. Er þér stundum illt í brjóstunum og/eða er eins og þau séu svolítið bólgin?
 9. Hefur þú haft óreglulegar blæðingar og/eða hefur það orðið algengara eftir því sem þú eldist?
 10. Færðu stundum hitakóf?
 11. Ertu stundum geðill eða áhyggjufull?
 12. Áttu í erfiðleikum að sofna eða að ná að sofa alla nóttina?
 13. Ertu með mjög þurra húð?
 14. Hefur þú tekið eftir milliblæðingum?

 

Ef þú getur merkt við meira en þrjú atriði getur það þýtt að þú hefur of lágt hlutfall af prógesteróni í líkamanum.  Ástæðan gæti verið vegna þess að þú hefur of mikið af kortisóli  (vegna mikillar streitu) eða vegna of mikils af estradíóli (eitt af estrogen hormónum) sem er eitt af kvenhormónunum framleitt í líkamanum.  Þar sem að estradíól er algengt í snyrtivörum og hreingerningarvörum, þá fáum við oft aukaskammt af því útvortis.  

 

Of mikið af kortisóli veldur bólgum í líkamanum og kemur í veg fyrir að prógesterónið vinni sína vinnu og það minnkar einnig magnið af því.  Sem dæmi, þá er þetta ástæðan af hverju konur sem hafa verið að reyna eignast börn lengi og ákveða að ætleiða, verða strax ófrískar þegar streitan minnkar og kortisól magnið fer niður. 

 

Of mikið af extradíóli í líkamanum getur orðið þess að prógesterónmagnið minnki.  Ástæðan fyrir of miklu extradíóli getur verið margþætt en léleg starfsemi lifrar,  léleg melting, notkun getnaðarvarnapillu eða notkun ákveðinna snyrtivara og hreinlætisvara, virðist vera helstu ástæður.  Þar sem estrógen og prógesterón eru eins og góðir dansfélagar þá er mjög mikilvægt að halda jafnvægi á milli þessara mikilvægu hormóna.  

 

Ýmis bætiefni sem gæti hjálpað að taka inn:

 • Vítamín B (sértaklega B6)
 • Vítamín C
 • Selen
 • Chasteberry
 • Turmeric, thyme og oreganó krydd eða bætiefni

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.  Unnið úr bókinni "Cooking for Hormone Balance" eftir Magdalena Wszelaki. Önnur heimild: The Hormone Secrete, Dr. Tami Meraglia (2015).