Pizza- og/eða pasta sósa

 

 

 

Þessi einfalda sósa er góð bæði á pizzuna sem og á pastað.  Hægt er að geyma sósuna í allt að fimm daga í ísskáp eða 3 mánuði í frysti. 

 

500 g. maukaðir tómatar

2 msk. góð olífu olía

2 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir

1/2 tsk. sjávarsalt, fínmalað

 

 

  • Öllu blandað saman (þægilegt að setja í hristara með loki) - Njótið!

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.