Pestó

 

Það er alveg ótrúlegt hvað pestó passar með mörgu, hvort sem það er með salatinu, pastanu, steikinni eða á brauðið, það er alltaf jafn gott.  Það er hægt að gera pestó á ótal vegu og oftar en ekki er gott að setja í matvinnsluvélina það sem til er í ískápnum hverju sinni.  Hið hefðbundna pestó er yfirleitt úr basiliku, furuhnetum, hvítlauk, olifu olíu og parmesan osti, en það getur verið gaman að breyta stundum til.  Hér koma nokkrar hugmyndir af góðu pestói sem öll eru einstaklega holl. 

 

 

Basiliku -  og mintu pestó:

 

¼ bolli furuhnetur

¼ bolli parmesan ostur

¾ bolli fersk basilika

¼ bolli fersk minta

3 stk. hvítlauksgeirar

¼ bolli extra virgin olífu olía

Salt og ferskur mulinn pipar

 

  • Blandið saman furuhnetunum og osti í matvinnsluvél. 
  • Bætið við basiliku, mintu og hvítlauk og látið ganga í um eina mínútu.  Bætið við olíunni þegar vélin er í gangi, ásamt salti og pipar.

 

 

 

Grænkáls – og möndlu pestó:

 

1 búnt grænkál

½ bolli heilar möndlur

1 bolli parmesan ostur

½ bolli fersk basilika

3 stk. hvítlauksgeirar

½ bolli kalt vatn

Safi úr ½ sítrónu

¼ tsk salt, gæti þurft meira eftir smekk

½ bolli extra virgin ólifu olía

 

  • Setjið grænkálið í pott og sjóðið í 4 mínútur.   Hafið tilbúna skál með ísvatni til að setja kálið í eftir suðuna.  Þurrkið það vel.
  • Setjið möndlurnar í matvinnsluvél og malið þær vel.  Bætið við kálinu, ostinum, basiliku, hvítlauk, vatni, sítrónusafanum og salti.  Blandið öllu vel saman.  Bætið olíunni út í þegar vélin er í gangi.   

 

Grænkál hefur lengi verið talið sem ofurfæða og ekki að ástæðu lausu.  Einni bolli af grænkáli gefur þér vel yfir 100% af RSD af K vítamíni, um 90% af RSD af C vítamíni og um 3 gr. af trefjum. 

 

 

  

 

Kóríander- og graskers pestó:

 

2 bollar ferskur kóríander

1/3 bollar ristuð graskersfræ  

1/3 bolli parmesan ostur

2 stk. hvítlauksgeirar

Safi úr ½ sítrónu

¼ tsk. salt

¼ extra virgin olífu olía

 

  • Blandið öllu nema olíunni vel saman í matvinnsluvél.  Þegar það er orðið vel mulið og nokkuð mjúk áferð, setjið olíuna saman við þegar vélin er í gangi.

 

 

 

Klettasalats- og kasjúhnetu pestó:

 

1 bolli ristaðar kasjúhnetur

2 bollar klettasalat

1 ¼ bolli parmesan ostur

2 stk. hvítlauksgeirar

½ bolli extra virgin olífu olía

2 tsk. misomauk

2 -3 msk. sítrónusafi

1 tsk. sítrónuhýði

 

  • Blandið kasjúhnetunum, klettasalatinu, ostinum og hvítlauknum saman í matvinnsluvél.  Þegar það er orðið vel mulið og nokkuð mjúk áferð, bætið olíunni, misomaukinu, sítrónusafanum og sítrónuhýðinu þegar vélin er í gangi. 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.