Orkustöðvar líkamans

 

 

Þegar vesturlandabúar leita fanga í austrænni speki, jóga eða hugleiðslutækni, verða svokallaðar „orkustöðvar“ (e. Chakras) gjarnan á vegi þeirra. Þar sem þessar orkustöðvar eru flestum vesturlandabúum framandi er ekki úr vegi að staldra ögn við og grafast aðeins nánar fyrir um þær, hvað þær eru, hvaða hlutverki þær gegna og hvort hægt sé að vinna með þær sér til heilsubótar.

 

Þessi hugmyndafræði um orkustöðvar er talin upprunin á Indlandi og þeirra var fyrst getið í helgum fræðiritum Vedabókanna frá u.m.þ.b 1500 til 1000 f.Kr. Orkustöðvarnar eru einskonar orkukerfi í líkamanum og þýðir orðið Chakra "hjól" á Sanskrít og vísar til orkupunkta í líkamanum. Fjölmargar orkustöðvar eru staðsettar víða um líkamann en almennt er talað um þær sjö helstu sem staðsettar eru frá rófubeini upp eftir hryggjasúlunni alveg upp í hvirfil.

 

Hver orkustöð hefur sína eiginleika, hlutverk, orku, lit og möntru. Til að virkni þeirra sé sem best þurfa þær að vera hæfilega opnar, hreinar og virkar. Þegar allar sjö orkustöðvarnar eru passlega opnar í góðu jafnvægi og virka á eðlilegan máta, snúast þær og senda orkuna um líkamann. Það hefur bein áhrif á hvernig okkur líður, bæði andlega og líkamlega. Um þær flæðir „pranan“ eða lífsorkan og tengjast þær taugum og líffærum og hafa þannig áhrif á andlega, líkamlega og tilfinningalega líðan okkar.

 

 Þegar orkustöð er ekki nægilega opin getur hún bæði verið ofvirk og vanvirk. Hvoru tveggja leiðir til slæmrar heilsu og ójafnvægis og getur jafnvel kostað langvarandi heilsufarsvandamál.

 

 

Sjö helstu orkustöðvarnar

Rótarstöðin (Mooladhara Chakra) er fyrsta orkustöðin og er megin litur hennar rauður. Einstaklingurinn jarðtengist í gegn um þessa stöð og hefur hún áhrif á almenna orku,ástríðu, eðlishvöt og sjálfsbjargarviðleitni. Hún hefur einnig áhrif á þarma, meltingu, ónæmiskerfi og æxlunarfæri. Þegar rótarstöðin er í jafnvægi starfa líffærin sem þessi orkustöð kemur inn á eðlilega og einstaklingurinn finnur fyrir góðri jarðtengingu og innri ró. Hann er uppfullur af góðri orku, á auðvelt með að tjá sig, er einbeittur og afkastasamur.

 

Þegar rótarstöðin er ofvirk á einstaklingurinn til að vera reiður, árásagjarn og pirraður. Minnstu smáatriði geta reitt hann til reiði og oft fylgja einkenni eins og stjórnsemi, valdafýkn og græðgi.

 

Andstæður birtast svo þegar rótarstöðin er ekki nægilega opin og því vanvirk. Í slíkum tilfellum hefur einstaklingurinn tilhneigingu til að vera afar óöruggur, óskipulagður og koma litlu í verk. Fólk með vanvirka rótarstöð upplifir gjarnan mikinn kvíða, hræðslu og er oft ekki í tengslum við raunveruleikann.

 

Allar helstu sjö orkustöðvarnar eru mikilvægar. Þessi orkustöð beinir orku inn á hinar orkustöðvarnar og tengir einstaklinginn við efnisheiminn. Þess vegna vilja sumir meina að rótarstöðin sé mikilvægust því orkuflæði líkamans byggist að miklu leyti á því hvernig hún er virk hverju sinni.

 

 

Hvatastöð (Swadhisthana chakra) er önnur orkustöðin, staðsett rétt neðan við nafla, og er megin litur hennar appelsínugulur. Þessi orkustöð er einnig stundum kölluð bæði magastöð og tilfinningastöð og er miðpunktur tilfinninga og skynsemis. Þessi orkustöð hefur einnig áhrif á alla líkamsvökva, bragð, blóðrásina, æxlunarstarfsemi, þarma, nýru og neðra bak, mjaðmagrind, þvagblöðru og ýmsa eitla.

 

Þegar þessi orkustöð er í jafnvaægi er einstaklingurinn tengdur tilfinningum sínum,  getur tjáð sig af einlægni og býr almennt við góða heilsu, hamingju og vellíðan og er í stakk búinn að takast á við amstur daglegs lífs.

 

Þreyta, þunglyndi og orkuleysi eru merki um að þessi orkustöð sé ekki í jafnvægi og  einstaklingurinn verður oft kaldur, óöruggur og fjarlægur. Sé orkustöðin ofvirk er hætt við tilfinningasveiflum, öfgum í tilfinningum og þörf fyrir dramatík. Kynferðisleg vandamál, einkum kynlífsfíkn, eru oft líkleg hjá fólki með ofvirka tilfinningastöð. Sé þessi orkustöð vanvirk myndast oft streita í líkamanum og í tilfinningum. Einstaklingurinn upplifir neikvæðar tilfinningar eins og skömm, ótta og afneitun og fer að trúa því að hann eigi ekki neitt gott skilið.

 

 

Þindarstöð eða sólar plexus (ManiPura) er þriðja orkustöðin og er hún gul að lit og tengist eldi, orku og hleðslu. Þarna býr persónulegur máttur fólks sem stýrir árangri og velgengni í starfi og einkalífi. Þessi orkustöð hefur einig áhrif á maga, lifur, þarma, ristil bris ásamt því að ná einnig til augna og andlits.

 

Þegar þessi orkustöð er í jafnvægi upplifir einstaklingurinn gott sjálfstraust, réttlæti, gleði og virðingu. Honum líður almennt vel, er framtakssamur, áreiðalegur, gengur vel í samskipum við annað fólk og vegnar yfirleitt vel í starfi.

 

Fólk með vanvirka þindarstöð er oft dómhart og gagnrýnið í garð annarra. Það finnur fyrir reiði, hræðslu og árásagirni og hefur jafnvel þörf fyrir að baktala aðra og breiða út sögusagnir. Einstaklingar með vanvika þindarstöð telja sig ávallt hafa rétt fyrir sér og hlusta ekki á ráðleggingar frá öðrum. Sé orkustöðin vanvirk verður einstaklingurinn aftur á móti lítill í sér, með lítið sjálfstraust, hefur stöðugar áhyggjur hvað öðrum finnst og þarf stöðugt að leita eftir viðurkennigu og samþykki.

 

 

Hjartastöðin (Anahata Chakrass) er fjórða orkustöðin og er hún staðsett rétt ofan við brjóstin. Þessi orkustöð er ýmisst græn eða bleik og tengist samböndum fólks og tengingu við aðra auk þess aðhafa áhrif á hendur, húð,skjaldkirtil og eitla.

 

Þegar þessi stöð er í jafnvægi er einstaklingurinn í tilfinningalegu jafnvægi og upplifir skilyrðislausa ást og góðvild. Hann er fær um að elska og vera elskaður, finnur innri ró og er sáttur. Ofvirk hjartastöð ýtir undir tilfinningasveiflur og dramatík. Sorg, reiði, öfund, græðgi og fleiri neikvæðar tilfinningar vilja verða stjórnlausar og oft valda erfiðleika í samböndum og samskiptum. Vanvirk hjartastöð er andstaðan, þ.e veldur tilfinningakulda og doða. Fólk með vanvirka hjartastöð er oft krefjandi í samböndum og þarf sífellt að vera að fá staðfestingu á að það sé elskað.

 

 

Hálsstöðin (Vishuddhi chakra) er fimmta orkustöðin í röð aðal orkustöðvanna. Hún er blá að lit og er staðsett, eins og nafnið gefur til kynna, í hálsinum. Þessi orkustöð tengist aðallega hálsinum, skjaldkirtlinum, kjálka og tönnum og hefur áhrif á samskipti, heyrn, hlustun, sjálfsþroska, ákvarðanatöku o.fl.

 

Þegar þessi stöð er í jafnvægi hefur einstaklingurinn skemmtilega frásagnarhæfileika, hann er listrænn, hugmyndaríkur og býr yfir göfugum hugsjónum. Hann tjáir sig á skýran máta og á auðvelt með að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri.

 

Þegar hálsstöðin er ofvirk á manneskjan það til að vera gagnrýnin, dómhörð og drottnandi. Hún öskrar, hrópar og grípur fram í fyrir öðrum. Lygar og kjaftasögur fæðast og blómstra þegar hálsstöðin er í þessu ástandi, viðkomandi oftúlkar gjarnan minnstu smáatriði og getur ekki hlustað á það sem aðrir hafa að segja.

 

Fólk með óvirka hálsstöð hefur tilhneigingu til að hvísla því það er hrætt við að tjá skoðanir sínar opinskátt. Það býr yfir sífelldum ótta við að segja eitthvað vitlaust, hafa rangt fyrir sér, geta ekki staðið sig og eru oft ófær um að móta og tjá tilfinningar sínar.

 

 

Ennisstöðin (Ajna Chakra) er stundum nefnd þriðja augað enda er hún staðsett á milli augabrúnanna og á Sanskrít þýðir orðið Ajna þriðja augað. Litur þessarar orkustöðvar er indigo blár og er hún  því miðpunktur innri skynjunar og innsæis. Hugmyndir, draumar, metnaður, markmið, innri styrkur og sjálfsmynd eiga þar rætur. Þessi orkustöð hefur m.a áhrif á augu, nef, eyru, heila, taugakerfi og heiladingul. Ef stíflur eru í ennisstöðinni treystir einstaklingurinn hvorki á innsæi sitt né annara.

 

 Þega orkustöðin er ofvirk hefur einstaklingurinn tilhneygingu til að dæma aðra og neitar að horfast í augu við sjálfan sig. Hann glímir við neikvæðni, jafnvel þunglyndi, á erfitt með aðfyrirgefa og tekur meðvitaðar ákvarðanir um að yfirgefa fólk.

 

Sé ennisstöðin vanvirk getur einstaklingurinn verið að glíma við slæmt mini og námsörðugleika. Þannig fólk á erfitt með að sjá hluti fyrir sér og skortir ímyndunar afl, er með ranghugmyndir og þráhyggju. það hefur gjarnan lélegt innsæi og eru ónæmt gagnvart öðrum. Algengt er að fólk með lokaða ennisstöð reyni að bæta fyrir ónæmi og skort á innsæi með að setji fólk í kassa og tileinka sér svart hvíta hugsun í daglegu lífi.

 

 

Höfuð stöðin – (Sahasrara Chakra) er sjöunda orkustöðin og er staðsett efst á höfðinu eða við hvirfilinn, enda er hún stundum nefnd hvirfil stöðin. Eins og rótarstöðin tengir manneskjurnar við jörðina og gefur jarðtengingu, tengir höfuðstöðin fólk við alheiminn. Þessi orkustöð sogar inn alheimsorkuna eða lífskraftinn og dreifir orkunni til hinna sex orkustöðvanna fyrir neðan.
Hún er almennt hvít að lit eða fjólublá og hefur áhrif m.a á höfuð, heila, eyru, augu, beinagrindina, vöðva og húð.
Ofvirki í höfuðstöðinni leiðir aðallega til þráhyggju og þá jafnframt gagnvart fortíðinni eða framtíðinni. Einstaklingar með slíka þráhyggju eiga þá erfitt með að dvelja í núinu sem hefur áhrif á einbeitingu og framkvæmdarstyrk.

 

Sé orkustöðin vanvirk á manneskjan til að vera stíf, eigingjörn, sjálfselsk og án hæfileika til að sjá aðrar hliðar en sína eigin. Þunglyndi hrjáir oft fólk með lokaða höfuðstöð, veik sjálfsmynd og  skortur á gleði.

 

Samkvæmt þessu er ljóst að afar mikilvægt er að orkustöðvarnar séu allar í jafnvægi og virki eins og best verður á kosið. Einstaklingurinn getur hugað að orkustöðvum sínum á meðvitaðan og markvissan hátt m.a með mataræði, jóga, hugleiðslu og möntrutónun.

 

Tengdar vörur:

Veggmynd - orkustöðvarnar

 

 

Heimildir:

http://www.healthline.com/health/fitness-exercise/7-chakras#1

http://www.color-meanings.com/chakra-colors-the-7-chakras-and-their-meanings/

http://daleidari.is/heilun/orkustodvarnar-7/