Ofurhollt kínóasalat

 

Hér kemur uppskrift af einstaklega hollu salati sem gott er að grípa til núna þegar líða fer að jólum.  Það er stútfullt af vítamínum, trefjum og steinefnum, nákvæmlega það sem flestir þurfa á þessum árstíma.  Ekki er verra að það er fljótlegt og borið fram heitt sem er notalegt á köldum dögum. 

 

Grænkál er ríkt af beta karótíni sem er adoxunarefni sem getur breyst í A-vítamín eftir þörfum líkamans.  A-vítamín er meðal annars nauðsynlegt fyrir sjónina.  Einnig inniheldur grænkál töluvert af C og K vítamíni, ásamt fólínsýru.  C-vítamín er okkur mjög nauðsynlegt en sérstaklega þegar líkaminn er undir miklu álagi.  Fólínsýra (B9 vítamín) hjálpar okkur þegar við erum með fótapirring og gigt en þekktast er það þó fyrir að koma í veg fyrir galla í taugakerfi fósturs. 

 

Furuhnetur innihalda meira K-vítamín en flestar aðrar hnetur, sem verndar bæði bein og liði.  Einnig innihalda þær góðan skammt af magnesíumi og potassíumi sem hjálpar þér að halda stöðugum hjartslætti og lágum blóðþrýstingi.   Vegna þess hversu hátt hlutfall þær innihalda af góðri fitu, eru þær frábærar til að verjast bólgum.  

 

 

 

Þessi uppskrift er ca. fyrir fjóra: 

 

2 bollar soðið kínóa

1 msk. ólifuolía

1/2 stk. rauðlaukur

2 bollar grænkál, þrifið og skorið í bita

1/4 bolli furuhnetur

1 stk. límóna, kreistið safann úr

1 stk. frekar nett sæt kartafla, soðin eða sett í ofn og skorin í bita.  Helst halda hýðinu á, afhýða ef vill.

1/4 tsk. Himalaya salt

1/4 tsk. ferskur pipar

1/4 bolli fræ úr granatepli

 

  • Skolið kínóa og sjóðið.  

 

  • Sjóðið sætu kartöfluna eða setjið í ofn. 

 

  • Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn þar til hann er brúnn, í ca. 5 mínútur.  Bætið við kálinu og veltið á pönnunni í ca. 3-4 mínútur.  Bætið við salti og pipar.

 

  • Setjið kínóa í skál og blandið við lauknum og kálinu.  Skerið kartöfluna í litla bita og bætið út í ásamt límónusafanum.  Hrærið öllu vel saman og bætið víð granatepla fræum og furuhnetum.

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.