Ofurfæða sem allir ættu að neyta!

 

 

Síðustu árin hefur það verið vinsælt að hlaupa á eftir allskonar ,,ofurfæðu" sem í flestum tilfellum kostar skildinginn.  Orðið ,,ofurfæða" hefur harslað sér völl og er búið að vera á margra vörum þó svo að næringarfræðingar séu flestir á móti því að nota það.  Það er nú bara þannig að það er ekki til sú vara sem leysir öll okkar vandamál!   Sumt er þó hollara en annað og ekki er verra ef það er á sanngjörnu verði. 

 

Hér eru nokkrar næringarríkar matvörur sem kosta lítið (m.v. ýmis ofurfæðiduft) og eru mun betri fyrir líkama þinn en það sem margir eru að reyna að selja þér  Myndaniðurstaða fyrir namaste symbol

 

 

Hvítlaukur hefur verið mikið rannsakaður og niðurstöðurnar eru að hann getur lækkað blóðþrýstinginn og kólesterólið, ásamt því að hjálpa líkamanum að berjast gegn kvefi og jafnvel ákveðnum tegundum krabbameins.

 

 

Extra Virgin Ólifu olía - jómfrúarolía - er stútfull af góðum fitusýrum sem hækka góða kólesterólið og lækka það slæma.  Hún er því frábær fyrir hjartað og aðstoðar líkamann að berjast við bólgur.  

 

 

Spergilkál inniheldur mikið af C-Vítamíni, mun meira en margir sítrus ávextir. og fólinsýru.  Það er auðugt af trefjum og frábært fyrir bæði húðina og augun.   

 

 

Epli eru einstaklega trefjarík og full af andoxunarefnum.  Talið er að þau minnki líkur á ýmsum sjúkdómum tengdum blóðrásarkerfinu, sykursýki, astma og ýmsum tegundum krabbameins. 

 

 

Laukur hefur reynst einstaklega góður gegn bólgum ásamt því að vera frábær fyrir meltinguna og hjartað.  Best er þó að borða lauk hráan eða setja í súpur.

 

 

Valhnetur innihalda mest af andoxunarefnum af öllum hnetum ásamt því að vera eina tegundin sem inniheldur eitthvað af omega-3 fitusýrum að ráði.  Góðar fyrir hjartað og húðina.

 

 

Tómatar innihalda lítið af sterkju og sykri en mikið af trefjum, C-Vítamíni, beta karótíni og andoxunarefnum.  Þeir eru taldir ver góðir fyrir ónæmiskerfið, lækka kólesterólið og vernda bæði augu og húð.

 

 

Rauðrófur eru ríkar af járni og nítratið í þeim lækka blóðþrýstinginn ásamt því að vera frábært boost fyrir hlaupara og hjólreiðafólk.  Einnig eru þær góðar fyrir lifrina og hjartað.

 

 

Spínat er einstaklega gott fyrir beinin enda inniheldur það helling af kalki og K-Vítamíni.  Einnig er það ríkt af A-Vítamíni og járni.  Það berst gegn bólgum og er frábært fyrir hjartað.  Öfugt við margt annað grænmeti, þá verður spínat næringaríkara ef það er eldað.  

 

 

Lax er einstaklega góður gegn bólgum og fyrir hjartað.  Hann inniheldur mikið af omega-3 fitusýrum og D-Vítamíni.  Einnig töluvert af B-vítamínum.  

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.