Ofnbakaður kanil hafragrautur

 

Þessi orkumikli hafragrautur gefur þér orku vel fram að hádegi og er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum grautum, elduðum í potti.  Hver skammtur gefur þér um 310 kaloríur og þar af eru 11 g prótein og 46 g kolvetni.  Hann er hægt að borða heitan eða kaldan.   

 

Uppskriftin gefur þér um 3 skammta: 

 

1 bolli tröllahafrar

1/3 bolli rúsínur

2 stk. döðlur, skornar í bita

2 msk. hörfræ, mulin

1 bolli hemp- eða möndlumjólk

2/3 bolli vatn

1 tsk. vanilla extract

1 tsk. kanill 

1/2 bolli bláber

 

  • Hitið ofninn á 180°C.
  • Blandið saman höfrum, rúsínum, döðlum, hörfræum, mjólk, vatni, vanillu og kanil í skál og setjið í eldfast mót.  
  • Bakið í ca. 20-25 mínútur eða þar til hafrarnir eru orðnir gull brúnir og mestur vökvinn farinn.  Takið úr ofninum og setjið bláberin ofan á.  

 

 

 

Kanill hefur verið notaður lengi hjá mörgum þjóðum vegna þess hversu hollur hann er.  Lengi vel þá þekktum við Íslendingar hann einungs blandaðan við sykur, enda er það dásamleg blanda á kanilsnúða og út á grjónagraut. 

 

Rannsóknir hafa sýnt að kanill hefur meira af andoxunarefnum en flestar aðrar jurtir.  Það þarf mjög lítið til að njóta ávinningsins en það hefur verið sýnt fram á, að einungis hálf tsk á dag dugar til að hafa jákvæð áhrif á blóðsykurinn, meltinguna og ónæmiskerfið.  Hærri skammtur getur haft áhrif á hjartasjúkdóma og sykursýki 2. 

 

Þar sem kanill er svo bragðgóður, þá er einfalt að bæta honum við mataræðið.  Ein hugmyndin er að hræra í kaffinu með kanilstöng.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.