Ofnæmi

 

 

Ofnæmi stafar af röngum viðbrögðum ónæmiskerfi líkamans sem veldur því að einstaklingar verða ofur viðvæmir fyrir ýmsum efnum sem þeir borða, anda að sér eða snerta.  Frumur ónæmiskerfisins losa síðan ertandi efnasambönd (t.d. histamín) úr læðingi sem valda ýmsum einkennum, eins og hnerra,höfuðverk, astma, uppköstum og útbrotum.  Algengir ofnæmisvaldar eru ýmis matvara, frjókorn, ýmis efni og streita.  

 

Að lifa með ofnæmi getur verið alveg hræðilega óþægilegt og þreytandi en einfalt er að auðvalda sér lífið með því að athuga með ofnæmislyf.  Einnig getur verið gott að hafa eftirfarandi atriði í huga um mataræðið:

 

 

Vítamín:

 

 

A vítamín styrkir ofnæmiskerfið sem minnkar líkur á að líkaminn þrói með sér frekara ofnæmi.

B3 vítamín virðist hindra losun histamíns og minnkar bólgur.

B6 vítamín hjálpar líkamanum að hafa stjórn á einkennum ofnæmisins.

B12 vítamín minnkar astma einkenni.

B5 vítamín minnkar streitu og virkar að mörgu leiti eins og vægt ofnæmislyf.

C vítamín virkar að mörgu leiti eins og vægt ofnæmislyf.

D vítamín gerir líkamanum kleift að nýta kalk.

E vítamín eykur virkni ofnæmiskerfisins.

 

 

Steinefni:

 

Kalk minnkar einkenni ofnæmisins.

Magnesíum eykur ónæmi.

Selen er andoxunarefni sem er mikilvægt líkamanum.

Sink hreinsar líkamann.

 

 

Annað sem gott er að neyta:

 

Omega 6 olíur eru ríkar af mikilvægum fitusýrum sem geta minnkað ofnæmið hjá þeim sem eru mjög viðkvæmir.

Bioflavonoids eru öflug andoxunarefni sem minnka einkenni ef tekin eru með C vítamíni.

 

 

Matvara sem gott er að velja:

 

Lífrænt hunang (fyrir þá sem eru ekki með frjókornaofnæmi)

Ferskir ávextir og grænmeti

Hveitikím

Sardínur (með beinum fyrir auka kalk)

Hvítlaukur og laukur

Sólblómafræ

 

 

Matvara sem þarf sérstaklega að forðast:

 

Í mörgum tilfellum er gott að forðast mjólkurvörur þegar ofnæmi er sem mest.  Þær geta aukið slím í öndunarvegi.  

Að sjálfsögðu þarf að forðast matvöru sem viðkomandi gæti haft ofnæmi fyrir ef um fæðuofnæmi er að ræða.  Fæða sem gæti valdið ofnæmisviðbrögðum er t.d. jarðaber, skelfiskur, tómatur, súkkulaði, egg, hveiti, mjólk og hnetur.  

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.  Unnið úr bókinni "The Vitamins and Minerals Bible. Miracle foods to boost your health."  Einnig var stuðst við vefsíðuna doktor.is.