Ný kvikmynd: "Eating Animals"

 

Nú í bíóhúsum vestanhafs (júlí 2018) er verið að sýna nýja heimildarmynd sem heitir "Eating Animals" og er það Natalie Portman sem er framleiðandi myndarinnar.  Þessi áhugaverða heimildarmynd fjallar um matvælaiðnaðinn í Bandaríkjunum, hvernig áhrif hann hefur á umhverfið, efnahagið og almenna heilsu.  

 

Myndin er byggð á metsölubók síðan 2009 eftir vin Portman, Jonathan Safran Foer, sem er bandarískur rithöfundur sem hefur verð grænmetisæta meira og minna síðan hann var 10 ára gamall.  Þó svo að hann kallaði sig alltaf grænmetisætu, þá borðaði hann reglulega kjöt og var það ekki fyrr hann eignaðist sitt fyrsta barn að hann tók þá ákvörðun að sneiða algjörlega fram hjá öllu í dýraríkinu og ala börn sín upp sem grænmetisætur.  

 

Natalie Portman hefur verið grænmetisæta í 7 ár og var það eftir að hún las bók Foer að hún tók þá ákvörðun að hætta allri neyslu á kjöt- og mjólkurvörum.  Við kynningu myndarinnar tilkynnti hún áhorfendum sínum að hana langaði til að stjórna nýjum matarþætti þar sem einungis væru eldaðir grænmetisréttir.  

 

Hvort við fáum að fylgjast með Portman í eldhúsinu verður að koma í ljós en það ætti enginn að láta þessa nýju heimildarmynd hennar framhjá sér fara.  

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.