Marinara sósa

 

Þessi einfalda og holla marinara sósa er góður grunnur í allt mögulegt.  Hún er frábær á pizzuna, í pastað, með kjötbollum eða sem lasagna sósa. 

 

 

Þar sem þessi uppskrift gefur þér tæpa tvo lítra af sósu þá er tilvalið að frysta afganga ef einhverjir eru.

 

3 msk. olífuolía

2 stórar gulrætur, skornar í litla bita

1 stór laukur, skorinn í litla bita

2 hvítlauksgeirar, kramdir

1 tsk. sjávarsalt

1.5 kg. niðursoðnir tómatar, heilir eða maukaðir

1 msk. ferskt oregano eða 2 tsk. þurrkað oregano krydd

½ tsk. nýmalaður svarturinn pipar

¼ - ½ tsk. chili pipar að eigin vali (t.d. cayenni pipar), má sleppa

Handfylli af ferskri basil, skorin smátt niður, má sleppa

 

  • Hitið olíuna á stórri pönnu á miðlungs hita.  Bætið við gulrætum, lauk, hvítlauk og salti. Eldið þar til laukarnir eru mjúkir en samt ekki brúnir, ca. 8 mínútur.

 

  • Bætið við tómötunum (ásamt tómatsafanum ef notaðir eru heilir tómatar), oregano, svarta piparnum og chili piparnum (ef notaður).  Ef tómatarnir eru heilir, maukið þá niður á pönnunni.  Eldið þar til sósan fer að þykkna í ca. 30 – 90 mínútur, allt eftir því hversu þykka sósu þið viljið. 

 

  • Ef þið viljið hafa sósuna lausa við alla kekki og stóra tómatbita þá er hægt að setja hana í blandara.  Bætið við svörtum pipar og salti eftir smekk.  

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.