Fjarþjálfun

 

Lifandi Líf býður eins og er upp á tvenns konar þjálfun. Annars vegar Lifandi Lífsstíll, sem er markviss þjálfun í nýjan og bættan lífsstíl, og hinsvegar hefðbundna fjarþjálfun.

 

Lifandi Lífsstíll er lífsstíls prógramm fyrir fólk á öllum aldri sem vill temja sér heilbrigðari lífshætti. Þessi leið er tilvalin fyrir þá sem leita eftir aðstoð, ráðgjöf og aðhaldi til heilsusamlegra lífs.
Þessi leið krefst þó töluverðrar vinnu og sjálfsskoðunar sem er undirstaða árangursins.

 

Leiðirnar Lifandi Lífsstíll 1 og 2 eru í grunninn sú sama nema meiri áhersla er á hugrækt í Lifandi Lífsstíl 2 þar sem notast er við meiri hugleiðslu, möntrur og mudrur og krefst þ.a.l meiri tíma.

 

 

Lifandi Lífsstíll 1


Undirbúnings vika + fjórar vikur í leiðsögn

Heildstæð og persónuleg fjarþjálfun til betra lífs með áherslu á næringu, hreyfingu og hugrækt.

 

 

Þjálfunun hefst með stuttu símtali þar sem námskeiðið er útskýrt og nánar farið í hvað tekið verður fyrir í hverri viku.  Að auki verður stutt símtal í upphafi hverrar viku.  Að auki færð þú tölvupósta með fróðleik, upplýsingum og fyrirmælum fyrir hverja viku. 

 

Þú hefur alltaf aðgang að þjálfara í gegnum tölvupóst.Þjálfunin tekur alls fimm vikur og hefst á undirbúnings viku þar sem gamli lífsstíllinn er færður í dagbók. Í framhaldinu er gerð áætlun um að taka inn í skrefum bætt mataræði, hreyfingu, slökun og heilsusamlegri venjur.

Við trúum því að góðir hlutir gerist hægt og að aðlaga okkar eigin lífsstíl að heilsusamlegri lífsháttum sé vænlegast til árangurs. Þú munt því ekki fá matseðla eða uppskrift að nýju lífi heldur ábendingar, fróðleik og leiðsögn um hvernig þú getur bætt þitt líf á þann hátt sem hentar þér.

 

 

 

Helstu áherslur:

 

Næring – Almennur fróðleikur um næringu og mataræði.  Þú sendir matardagbók vikulega og færð athugasemdir um hvað megi bæta og hvernig, allt með tilliti til þíns lífsstíls.    


Hreyfing – Farið verður yfir hverskonar hreyfing hentar þér.   Þú færð hugmyndir og aðstoð við að koma þér af stað og/eða að finna þig í einhverju skemmtilegu. 

 

Hugrækt –  Streita, og streitutengdir sjúkdómar, eru ein helsta lýðheilsuógn í Vestrænum samfélögum.  Við leggjum áherslu á að draga úr streituvaldandi þáttum í umhverfi okkar og hlúa að okkur sjálfum með sjálfskoðun og slökun.

 

Helstu markmið:

 

Aukið heilsulæsi og þekking- Þú sért meðvitaðari um eigið heilbrigði. Þú veist hvernig er best að næra þinn líkama, hvernig hreyfing hentar þér og þekkir gildi hugræktar.

 

Með fróðleik og auknu heilsulæsi er markmiðið að þú öðlist breytt hugarfar – meiri sjálfsþekkingu og betra líf.

 Hentar hverjum:


Lifandi Lífstíll 1 hentar öllum þeim sem vilja lifa heilbrigðara lífi en kannski sérstaklega þeim sem:

 

 • Eru að stíga sín fyrstu skref í bættri heilsu og vilja fá allar grunnupplýsingarnar um holt mataræði og hreyfingu til að koma sér af stað.
 • Eiga erfitt með að koma sér í gang og vantar stuðninginn.
 • Eru að kljást við verki, vefjagigt eða önnur sambærileg vandamál.
 • Þeim sem lifa nú þegar heilsusamlega en vilja tilbreytingu og/eða nýja nálgun.

 

 

Verð kr 9.999.-    Kaupa námskeið hér
 

 

 

 

Lifandi Lífsstíll 2

 

Undirbúnings vika + fjórar vikur í leiðsögn

Heildstæð og persónuleg fjarþjálfun til betra lífs með áherslu á næringu, hreyfingu og hugrækt.

 

 

Þjálfunun hefst með stuttu símtali þar sem námskeiðið er útskýrt og nánar farið í hvað tekið verður fyrir í hverri viku.  Einnig færð þú stutt símtal við þjálfara í upphafi hverrar viku.  Að auki færð þú tölvupósta með fróðleik, upplýsingum og fyrirmælum fyrir hverja viku. 

 

Þú hefur alltaf aðgang að þjálfara í gegnum tölvupóst.Þjálfunin tekur alls fimm vikur og hefst á undirbúnings viku þar sem gamli lífsstíllinn er færður í dagbók. Í framhaldinu er gerð áætlun um að taka inn í skrefum bætt mataræði, hreyfingu, slökun og heilsusamlegri venjur.

Við trúum því að góðir hlutir gerist hægt og að aðlaga okkar eigin lífsstíl að heilsusamlegri lífsháttum sé vænlegast til árangurs. Þú munt því ekki fá matseðla eða uppskrift að nýju lífi heldur ábendingar, fróðleik og leiðsögn um hvernig þú getur bætt þitt líf á þann hátt sem hentar þér.

 

Helstu áherslur:

 

Hugrækt –  Streita, og streitutengdir sjúkdómar, eru ein helsta lýðheilsuógn í Vestrænum samfélögum.  Við leggjum áherslu á að draga úr streituvaldandi þáttum í umhverfi okkar og hlúa að okkur sjálfum með sjálfskoðun og slökun. Ef þú velur þessa leið, Lifandi lífsstíl 2, færð þú senda slökunaræfingu, hugleiðslu, persónulegar Mudrur og kynni af möntum og notkun þeirra.

 

Næring – Almennur fróðleikur um næringu og mataræði.  Þú sendir matardagbók vikulega og færð athugasemdir um hvað megi bæta og hvernig, allt með tilliti til þíns lífsstíls.      
Hreyfing – Farið verður yfir hverskonar hreyfing hentar þér.   Þú færð hugmyndir og aðstoð við að koma þér af stað og/eða að finna þig í einhverju skemmtilegu. 

 

Hreyfing – Farið verður yfir hverskonar hreyfing hentar þér.   Þú færð hugmyndir og aðstoð við að koma þér af stað og/eða að finna þig í einhverju skemmtilegu. 

 

Helstu markmið:

 

Aukið heilsulæsi og þekking- Að þú sért meðvitaðari um eigið heilbrigði. Þú vitir hvernig er best að næra þinn líkama, hvernig hreyfing hentar þér og þekkir gildi hugræktar.
Aukin vellíðan og sætti - Að þú kynnist þínum eigin styrk, öðlist meira sjálfstraust og getir lifað heilsusamlegu líferni án öfga og liðið vel í eigin skinni.

 Breytt hugarfar – Að með aukinni sjálfsþekkingu fáir þú aukinn styrk til að elska sjálfan þig eins og þú ert og skapa þér það líferni sem þú átt skilið.

 Hentar hverjum:


Lifandi Lífstíll 2 hentar öllum þeim sem vilja lifa heilbrigðara lífi en kannski sérstaklega þeim sem:

 

 • Eru að stíga sín fyrstu skref í bættri heilsu og vilja fá allar grunnupplýsingarnar um holt mataræði og hreyfingu til að koma sér af stað.
 • Eiga erfitt með að koma sér í gang og vantar stuðninginn.
 • Eru að kljást við verki, vefjagigt eða önnur sambærileg vandamál.
 • Eru að kljást við streitu, vægan kvíða, ótta eða áhyggjur.
 • Þeim sem lifa nú þegar heilsusamlega en vilja tilbreytingu og/eða nýja nálgun.

 

Öll þjálfun fer fram rafrænt og eru samskipti í gegnum tölvupóst og síma.


Fyrirspurnir fyrir nánari upplýsingar má senda á netfangið hulda@lifandilif.is

 

 

Verð kr 12.999.-   Kaupa námskeið hér


 

Lifandi Lífsstíll - aukavika


Þeir sem hafa lokið Lifandi Lífsstíll 1 og 2 og telja sig þurfa lengri tíma undir aðhaldi,  býðst að kaupa stakar vikur með aðhaldi og athugasemdum.

 

Verð kr 2.999.-   Kaupa aukaviku hér

 

 

 

Fjarþjálfun

Fjarþjálfun hentar bæði þeim sem eru með kort hjá einhverri líkamsræktar stöð og þeim sem kjósa að æfa heima eða úti.

Fjarþjálfun inniheldur:


Spurningar og markmiðasetningu
Ábendingar og leiðsögn í mataræði
Styrktar- og brennslu prógramm
Teygjur
Aðgengi að ráðgjafa

 

Fjarþjálfunin tekur fjórar vikur, er persónuleg og sniðin að hverjum og einum.

 

Verð kr 5.999.-   Kaupa fjarþjálfun hér

 

 

Öll þjálfun fer fram rafrænt og eru samskipti í gegnum tölvupóst og síma.


Fyrirspurnir fyrir nánari upplýsingar má senda á netfangið hulda@lifandilif.is


 

 

Um Þjálfarann

Hulda Dagmar Magnúsdóttir

 • Lærður einkaþjálfari frá einkaþjálfara skóla WC.
 • Viðbótar diploma í Lýðheilsuvísindum frá HÍ.
 • Landsliðskona í Taekwondo og hefur unnið til margra verðlauna í þeirri íþrótt.
 • Hefur stundað jóga og hugleiðslu frá unglingsaldri og tekið mörg námskeið í gegnum árin í Zen hugrægt, sjálfsdáleiðslu, ilmolíu notkun, Reiki og kristalsheilun. 
 • Greindist með vefjagigt árið 2005 – með réttu mataræði og réttri hreyfingu hefur hún að mestu náð fyrri lífsgæðum.  
 • Hulda leitast við að skoða heilbrigði og vellíðan út frá heildrænu sjónarhorni, allt frá neysluvenjum til umhverfis og utanaðkomandi áhrifa.