Leiðir til að þjálfa hugann.

 

 

Orðaspil og flóknir tölvuleikir eru ekki eina leiðin til að auka minni og þjálfa hugann.  Hér koma þrjár aðrar leiðir sem geta verið mjög áhrifaríkar:  

 

 

Að hugsa um hund:  

 

Það er ekki að ástæðulausu hvers vegna hundar eru kallaðir bestu vinir mannsins.  Þeir eru ekki bara tryggir heldur hafa þeir góð áhrif á heilsu okkar.  

 

Ítölsk rannsókn síðan 2011 sýndi fram á að konur á áttræðisaldri náðu miklum framförum á minnisprófum eftir að hafa umgengist hunda, 90 mínútur á viku.  Konurnar voru fyrst látnar taka minnispróf áður en þær fóru að umgangast hundana og eftir nokkurn tíma tóku þær aftur minnispróf með miklum framförum.

 

Þessar sömu konur skoruðu einnig hærra á prófunum en annar hópur sambærilegra kvenna sem höfðu engin samskipti við hunda haft. 

 

Að lita mynd:

 

Á árinu 2015 voru um 12 milljón litabóka fyrir fullorðna seldar í heiminum, með alls konar myndum og munstri.  Sala á litum jókst einnig um 11 milljón bandaríkjadollara.  

 

Það sama ár kom út þýsk rannsókn sem skipti 28 eldri borgurum í tvo hópa í 10 vikur.  Annar hópurinn teiknaði og bjó til ýmsa skúlptúra en hinn hópurinn þræddi listasöfn og spáðu í listinni þar og skilgreindu.  Báðir hóparnir fóru í ýmsar rannsóknir bæði fyrir og eftir þessar 10 vikur.   

 

Niðurstöðurnar voru að þeir sem að bjuggu til listina, þ.e.a.s. þeir sem voru að teikna, lita og búa til skúlptúra, urðu betri í rökhugsun eftir tímabilið en þeir sem að skoðuðu og skilgreindu listina.  

 

Að leika við börn:

 

Ömmur og afar þekkja væntanlega þau jákvæðu áhrif sem barnabörnin geta haft á þau.  

 

Women's Healthy Aging Project  hefur staðið að rannsókn á áströlskum konum um hugræna getu eins og minni og athygli.  Sumar kvennanna voru látnar eyða tíma með barnabarni, aðrar ekki en allar tóku þær reglulega próf um hugræna getu. 

 

Niðurstaðan var sú að þær konur sem eyddu einum degi á viku með barnabarni sínu, voru hæstar á prófunum.  Hins vegar ef konurnar eyddu of miklum tíma með börnunum, eins og að hugsa um þau fimm daga vikunnar,  þá versnuðu þær á prófunum.  Talið er að ýmsir utanaðkomandi þættir spili þar inn í eins og streita. 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.