Laxaskál

 

 

Margir telja að lax sé eitt það hollasta sem við getum látið ofan í okkur og kannski ekki að ástæðulausu.  Hann er stútfullur af omega-3 fitusýrum og seleni sem gerir það að verkum að hann er frábær fyrir húðina, hjálpar líkamanum að berjast við ,,slæma" kólesterólið, berst gegn bólgum, verndar heilann og hjartað.  Hann er einnig góður fyrir augun og liðina.  Sannkölluð ofurfæða!

 

Þessi laxaskál inniheldur ekki nema um 300 kaloríur og af því er um 25 gr prótein, 42 gr kolvetni, 2 g sykur og 8 gr trefjar.  

 

Laxaskál fyrir einn: 

1/2 bolli elduð brún hrísgrjón

85 gr eldaður lax

1/4 dós svartar baunir, skolaðar vel

2 msk salsasósa, heimagerð (sjá uppskrift hér) eða aðkeypt (sykurlaus)

Límónusafi

 Grænmeti að eigin vali!

 

  • Setjið hrísgrjónin í skál og bætið svo laxinum, baunum, salsasósu og límónusafa eftir smekk.

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.