Lavender líkamsskrúbbur

 

Þessi líkamsskrúbbur inniheldur Grapeseed olíu sem hentar nær öllum húðtegundum.  Þrátt fyrir að gefa mikinn raka þá er hún auðveld í notkun og klístrast ekkert.  Olían er rík af andoxunarefnum og vítamínum sem næra og græða húðina.  Að skrúbba líkamann með salti er einföld og ódýr leið til að taka dauðar húðfrumur en þeir sem eru með mjög viðkvæma húð þurfa að passa uppá að saltið sé mjög fínmalað og sumir vilja ef til vill minnka magnið.  

 

1 bolli fínt sjávarsalt

1/4 bolli grapeseed olía

10 dropar Lavender ilmkjarnaolía

 

  • Blandið öllu saman í skál eða krukku og takið með í sturtuna.  
  • Eftir sturtuna er gott að setja góða olíu eða gott líkamskrem á kroppinn. 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.