Lavender fótaskrúbbur

 

Mynd: Pixabay

 

 

Þessi heimagerði lavender fótaskrúbbur mun mýkja og endurnæra þreytta fætur með aðeins nokkrum náttúrulegum innihaldsefnum.  Á meðan epsom saltið dregur úr verkjum þá tekur sjávarsaltið dauðar húðfrumur ásamt því að minnka bólgur og hjálpar til við að lækna sárar fætur.  Lavender ilmkjarnaolían hefur ekki einungis róandi áhrif á taugarnar heldur er einning bakteríudrepandi.  

 

1/2 bolli Epson salt

1/4 bolli fínmalað Himalayan bleikt sjávarsalt

20 dropar Lavender ilmkjarnaolía

 

  • Setið Epson saltið í skál eða bala þar sem að fæturnir passa í.  Bætið við sjávarsaltinu og lavender ilmkjarnaolíunni.  Setjið ca. 8 bolla af volgu vatni eða það sem að passar í skálina/ balann.  Hafið fæturna í vatninu í um 20 mínútur. 

 

  • Eftir fótabaðið er gott að skrúbba fætur og kálfa með saltinu áður en þeir eru þurrkaðir.   Setjið síðan gott rakagefandi (náttúrlegt) fótakrem á þá.   

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.