Kúrbíts „Quinotto“

 

Quinotto er hollur og góður réttur ættaður frá Suður Ameríku.  Rétturinn er í raun eins og risotto nema með kínóa (quinoa) og heitir því quinotto. 

 

Kínóa er mjög auðmeltanlegt korn sem inniheldur hátt hlutfall próteins og omega-3 fitusýra.  Það er gott fyrir hjartað og hjálpar þér að halda slæma kólesterólinu niðri.  Það inniheldur ekki glútein og er mjög einfalt í notkun.

 

Kúrbitur er skyldur melónum og agúrkum og er því að miklu leyti vatn.  Hann inniheldur einnig töluvert af trefjum og beta-karótíni og því góður fyrir meltinguna.  Skinnið er ríkt af vítamíni C og fólinsýru og því mikilvægt að skera það ekki af.

 

 

Þessi uppskrift gefur þér uþb. 6 skammta af girnilegu Quinotto:

 

3 bollar grænmetis- eða kjúklingasoð.  Best er að nota heimagert en einnig er hægt að kaupa það tilbúið í næstu verslun. 

2 msk. smjör eða kókosolía

½ tsk. fínmalað sjávarsalt

1 stk. laukur

2 bollar kínóa, skolið vel

½ bolli þurrt hvítvín

4 stk. kúrbítar, skornir mjög smátt eða settir í matvinnsluvél

1 stk. hvítlauksgeiri

1 bolli rifinn parmesan ostur

Rífið hýði af einni sítrónu

2 msk. sítrónusafi

¼ tsk. ferskur svartur pipar

6 stk. basiliku lauf (magn fer eftir smekk), skorin í litla bita

 

  • Setjið soðið í miðlungs stóran pott og slökkvið á hitanum rétt áður en fer að sjóða.

 

  • Bræðið smjörið/kókosolíuna á pönnu á miðlungs hita. Bætið við lauk og salti og steikið þar til laukurinn er mjúkur en ekki orðinn brúnn.  Það eru uþb. 5 mínútur.

 

  • Setjið kínóa á pönnuna og hrærið reglulega þar til það er steikt.  Bætið við hvítvíninu og hrærið þar til mestur vökvinn hefur gufað upp. 

 

  • Hellið einum bolla af soðinu yfir kínóað á pönnunni, bætið síðan við kúrbítnum og hvítlauknum.  Hrærið þangað til kúrbíturinn er orðinn mjúkur.  Það eru uþb. 5-10 mínútur.

 

  • Minnkið hitann. Þegar vökvinn hefur gufað upp að mestu, hellið soðinu smátt og smátt á pönnuna og hrærið þar til kínóað er eldað. Það eru uþb. 10 mínútur.   Það er ekki víst að þú þurfir að nota allt soðið.

 

  • Bætið við parmesan ostinum, piparnum, sítrónu hýðinu og safanum og blandið öllu vel saman.  Þegar osturinn hefur bráðnað, þá er gott að smakka og bæta við salti og pipar eftir smekk. 

 

  • Setjið smá basiliku ofan á hvern skammt.

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.