Kryddsmjör

 

 

 

Þegar kryddjurtirnar liggja við skemmdum í ísskápnum þá getur verið gott að nýta þær í gott kryddsmjör.  Hægt er að nota kryddsmjör í allt mögulegt.  Klípa í bökuðu kartöfluna eða út á gufusoðna grænmetið gefur ótrúlega gott bragð og ekki er verra að skella smá bita á steikina.  

 

Hér koma tvær hugmyndir af kryddsmjöri sem vert er að prufa.  Í uppskriftunum er notast við ghee því margir þola það betur en venjulegt smjör.  Ghee hefur verið notað um aldir í Ayurveda fræðum og því vinsælt hjá þeim sem iðka jóga og einnig meðal grænmetisæta.  Hver uppskrift gefur þér um 340 gr. af smjöri.  

 

Basilikku- og hvítlaukssmjör: 

1 bolli fersk basilikka

1/2 bolli extra virgin olífu olía

1/2 bolli bráðnað ghee

1stk. hvítlauksgeiri

1/2 tsk. sjávarsalt

 

Dill- og sítrónusmjör:  

1 bolli ferskt dill

1/2 bolli extra virgin olífu olía

1/2 bolli bráðnað ghee

1/2 msk. ferskur sítrónusafi

1/2 tsk. sjávarsalt

 

  • Blandið öllu saman í matvinnsluvél eða í blandara.
  • Setjið í krukkur og geymið í ísskáp í 12 klst. áður en borið er fram.  Afganga er hægt að geyma í allt að 2 vikur. 
  • Einnig er hægt að þeyta smjörið þannig að það verði léttara í sér.  Þá er handþeytari notaður í um 2 mínútur.

 

Hægt er að nota kryddjurtir á margan hátt og þær gefa ekki matnum bara dásamlegt bragð heldur eru þær meinhollar.  Talið er að regluleg neysla þeirra bæti heilsu enda hafa þær verið notaðar til lækninga í margar aldir.  Almennt er best að elda ekki kryddjurtir og því best að strá þeim ofan á rétti eftir að þeir hafa verið eldaðir.  Eða nota þær í smjör, pesto, boost og þh. 

 

Basilikka: 

​Örvar meltinguna

Góð við höfuðverk

Góð fyrir liðina

 

Kóríander: 

Hreinsandi

Bakteríudrepandi

Örvar meltinguna

Góð við flökurleika

Góð við magakrömpum

Jafnar blóðsykurinn

 

Steinselja:

Góð fyrir nýrun

Góð fyrir þvagblöðruna

Örvar meltinguna

Rík af K vítamíni

 

Rósmarin: 

Berst við bólgur - því góð fyrir hjartað, við asma og lifrasjúkdómum.

Góð við hálsbógu (í tei)

Róar magann

Róar taugarnar

 

Salvía: 

Setur jafnvægi á hormónana;

Góð við miklum og óreglulegum blæðingum hjá konum

Góð þegar konur ganga í gegnum breytingaskeið

Góð við hitakófum

Örvar meltinguna

Eykur einbeitningu

 

Dill: 

Örvar mjög meltinguna - góð við bólgum í meltingarvegi og við magaverkjum

Bakteríudrepandi

Kemur jafnvægi á blóðsykurinn

 

Minta: 

Minnkar óþægindi í maga 

Minnkar höfuðverk

Kemur líkamanum í jafnvægi

 

 

 

 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay