Kortisólpróf

 

Hormónarnir þínir bera ábyrgð á því hvernig þú hugsar, hvernig þér líður og hvernig þú lítur út.  Kona, sem hefur jafnvægi á hormónónunum er fljót að hugsa og með gott minni.  Hún er orkumikil yfir daginn án þess að drekka koffein, sofnar auðveldlega að kveldi og vaknar úthvíld.  Hún hefur heilbrigða matarlyst og heldur kjörþyngd án mikillar fyrirhafnar.  Hún hefur heilbrigt hár, húð og neglur.  Hún er í tilfinningalegu jafnvægi og á auðvelt með að takast á við streitu.  Þegar hún fer á blæðingar, þá þjáist hún ekki af miklum óþægindum.  Þegar fer að líða að breytingarskeiði, þá fer hún inn í þetta nýja tímabil án mikilla aukaverkana.  

 

Ef þetta á ekki við um þig, þá er líklegt að einhverjir hormónar séu ekki í jafnvægi.  

 

Magdalena Wszelaki, hormóna- og næringasérfræðingur  (https://hormonesbalance.com/) hefur gert það að atvinnu sinni að hjálpa konum að lagfæra hormónaójafnvægi með réttri næringu og bætiefnum.  Hún hefur sett upp einföld hormónapróf sem gefa einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að.  Prófin koma að sjálfsögðu ekki í staðin fyrir nákvæmar prufur hjá lækni en þau eru góð byrjun.  Þó svo Magdalena hafi gert prófin fyrir konur þá geta karlmenn að sjálsögðu farið í gegnum þau einnig.   Ef þú svarar "já" við meira en þremur spurningum í hverju prófi, þá er líklegt að það hormón sem verið er að prófa sé í ójafnvægi. 

 

Kortisól

 

Kortisól er gjarnan kallað stresshormónið því það á að viðhalda jafnvægi í líkamanum þegar hann bregst við streitu.  Það er mjög mikilvægt að nýrnahetturnar framleiði kortisól þegar líkaminn verður fyrir streitu en það er einnig jafn mikilvægt að kortisólmagnið í líkamanum minnki og nái jafnvægi þegar streitu ástandi er lokið.  Þar sem streita er orðin svo mikil í okkar samfélagi þá verður oft offramleiðsla í líkamanum af kortisóli sem veldur ójafnvægi og ýmsum heilsufarsvandræðum í kjölfarið.    

 

Einnig getur það gerst að nýrnahetturnar nái ekki að framleiða nægilegt magn af kortisól og það veldur því að einstaklingar finni fyrir skorti á hormóninu.  Sumir hafa bæði of lítið og of mikið af hormóninu.  Kortisólmagn í líkamanum sveiflast nefnilega yfir daginn og hafa því margir upplyfað of lítið af hormóninu á morgnanna (og þurfa því sterkt kaffi um leið og þeir vakna) en svo of mikið af því á næturna sem hefur áhrif á svefninn.  Þeir sem eru með of hátt kortisól í líkamanum þjást gjarnan að viðvarandi svefnleysi.  

 

Of hátt kortisól:

 

 1. Ertu hlaupandi á milli verkefna allan daginn?
 2. Ertu óeinbeitt og utan við þig þegar þú ert svöng/svangur?
 3. Ertu gjarnan þreytt/þreyttur?
 4. Færðu oft sykurlöngun?  Verður að fá eitthvað sætt eftir matinn?
 5. Finnur þú gjarnan fyrir meltingatruflunum?
 6. Áttu erfitt með að slaka á og róa þig niður?
 7. Hefur þú bleik eða fjólublá slitför á maga eða baki?
 8. Ertu fljót/fljótur að verða reið/reiður?
 9. Hefur þú upplyfað ófrjósemi eða fósturlát?
 10. Áttu erfitt með að jafna þig eftir mótlæti?
 11. Ertu með hárlos?
 12. Er erfitt fyrir þig að sofna á kvöldin og/eða sofa alla nóttina?
 13. Á líkaminn erfitt að losa sig við vökva -  ertu þrútin/þrútinn?
 14. Er minnið stundum að stríða þér, sérstaklega þegar þú ert tilfinnarík/tilfinningaríkur?
 15. Færðu oft flensu og kvef?
 16. Upplyfir þú stundum hjartsláttartruflanir?
 17. Ertu með mikla fitusöfnun á magasvæði og hliðum?
 18. Ertu með exem eða önnur húðvandamál?
 19. Ertu með beinþynningu?

 

Ef þú getur merkt við meira en þrjú atriði getur það þýtt að þú hefur of mikið af koritsóli í líkamanum.  Þú þjáist að mikilli streitu og nýrnahetturnar eru í mikilli vinnu.  Fjölskylduvandamál, léleg samskipti, vinnuvandamál, fjármál, ofþjálfun og einhverskonar áföll og misnotkun, getur allt valdið streitu ástandinu.  Búðu til lista yfir allt sem að lætur þig líða illa og stressar  þig upp.  Það geta verið hlutir, fólk, staðir, eitthvað sem þú gerir eða einhverjar aðstæður sem þú kemur þér í eða þarft að sjá um.  Gerðu síðan áætlun um það hvernig þú getur útrýmt eða minnkað atriðunum á listanum.  Hverju getur þú sleppt?  Getur þú unnið í þínum tilfinningum og þínum viðbrögðum við því sem þú getur ekki sleppt?  Sumu getur þú breytt strax, annað tekur vinnu og tíma. 

 

  Of lágt kortisól?

 

 1. Upplyfir þú mikla þreytu og kulnun?
 2. Langar þig oft í saltmikinn mat, snakk eða annað sem inniheldur mikið salt?
 3. Hefur þú lágan blóðþrýstinginn?
 4. Svimar þér oft þegar þú stendur upp frá því að hafa setið eða legið?
 5. Ertu almennt neikvæð/neikvæður út í lífið eða annað fólk?
 6. Grætur þú stundum út af engri sérstakri ástæðu eða verður mjög tilfinningarík/tilfinningaríkur út af engu?
 7. Missir þú allt þrek seinnipartinn?
 8. Áttu í erfiðleikum með að koma þér framúr á morgnanna eða þarftu töluvert af kaffi áður en þú getur nokkuð gert?
 9. Hefur hæfileiki þinn að leysa vandamál minnkað undanfarið?
 10. Áttu erfiðara með að bregðast við streitu en áður?
 11. Áttu erfitt með að ná þér upp úr flensu? Eða vill oft kvefi og hósti sitja lengi í þér?
 12. Ertu með lágan blóðsykur eða er hann óstöðugur?
 13. Hefur þú litla kynkvöt?
 14. Finnur þú fyrir vægu þunglyndi?

 

Ef þú getur merkt við fleiri en þrjú atriði þá eru líkur á því að þú hafir of lágt kortisól.  Líkur eru á því að þú hafir haft of hátt kortisól í einhvern tíma og nýrnahetturnar hafa ekki undan að framleiða meira.  Best væri að fá það staðfest hjá lækni og taka skrefið þaðan.  Mikilvægt er að taka heilsuna í gegn - gæta að næringu ásamt því að minnka streitu sem allra mest...áður en það verður of seint.  

 

 

 

 

 © Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.  Unnið úr bókinni "Cooking for Hormone Balance" eftir Magdalena Wszelaki.