Kókoshneturjómi

 

 

 

Rjómi getur verið alveg dásamlega góður út á kaffidrykkinn, með eftirréttinum, ofan á súpuna og svo mætti lengi telja.  Margir eru þó að reyna að halda sig frá honum og þá getur verið gott að hafa aðra möguleika til að svala rjómaþorstanum. 

 

Kókoshneturjómi er góður staðgengill hefðbundins rjóma fyrir þá sem t.d. vilja halda sig frá mjólkurvörum.  Hann er unninn úr kókosmjólk og rétt eins og venjulegur rjómi, með hátt hlutfall fitu og því alls engin megrunarfæða.  En fitan í honum er góð fyrir skrokkinn og hjálpar honum einnig að berjast bakteríum.  

 

Til að kókosrjóminn heppnist sem best þá þarf kókosmjólkin að vera venjuleg, þ.e.a.s. ekki lág í fitu.  Einnig er best að hafa hana náttúrulega og án alls viðbættra sætuefna.  Hún þarf að vera köld, beint úr ísskápnum og best er einnig ef skálin sem notuð er, sé kæld í um 10 mínútur áður en hún er notuð.  

 

 

Þessi uppskrift gefur þér 1.5 bolla af kókosrjóma: 

 

 

400 ml. kókoshnetumjólk, köld og fitumikil

1 msk. gott síróp (t.d. kókos síróp)  - EÐA 3 dropa stevía

1 tsk. vanillu púður

Örlítið sjávarsalt

 

 

  • Setjið skjál í frystinn sem nota á til að þeyta kókosrjómann.  Látið kólna í um 10 mínútur.
  • Opnið kókosmjólkina og skiljið að kókosfituna og kókosvatnið.  Geymið kókosvatnið (tilvalið í þeyting).  
  • Setjið kókosfituna í köldu skálina og þeytið í um eina mínútu, þangað til hún er létt en farin að þykkna svolítið. 
  • Bætið við sírópi, vanillu púðri og salti. 
  • Notið strax eða geymið í ísskáp í allt að 24 klst. 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.