Kjúklingasalat með parmesan

 

 

Hér er uppskrift af einu einföldu og hollu salati sem tekur aðeins nokkrar mínútur að gera.  Minta hefur lengi verið notuð til að róa magann og það virðist ekki skipta máli hver magavandamálin eru, hún virðist aðlaga sig að þörfum hverju sinni.  

 

Sítrónusafanum má alls ekki gleyma en sítrónur eru einstaklega C-vítamín ríkar og regluleg neysla þeirra minnkar líkur á hjartasjúkdómum, nýrnasteinum og alls konar sýkingum.  Einnig eru þær frábærar fyrir meltinguna og hjálpar til að hreinsa líkamann.

 

 

Kjúklingasalat fyrir einn:

 

1/4 bolli fersk mintulauf

1/2 tsk. Extra-Virgin olifíu olía

1 msk. ferskur sítrónusafi

60 gr. kjúklingabringa

3 bollar grænt laufgrænmeti að eigin vali

1/4 bolli parmesan ostur, niðurrifinn

2 msk. sherry ediks dressing (uppskrift hér)

 

 

 

  • Hitið grillið fyrir kjúklinginn (eða pönnu).
  • Skerið helminginn af mintunni í litla bita og setjið í litla skál, bætið olíunni og sítrónusafanum saman við.  Setjið kjúklinginn í skálina og nuddið olíublöndunni á hann.
  • Grillið (steikið) kjúklinginn.
  • Setjið grænmetið á disk og kjúklinginn ofan á.  Bætið við parmesan ostinum, edikinu og restinni af mintunni ofan á.    

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.