Kínóagrautur með eplum og bláberjum

 

Kínóa er ekki bara gott út á salöt heldur er þetta glútenlausa og próteinríka fræ, einnig tilvalið í morgungrautinn.  Það er afskaplega einfalt að elda kínóa og einhvernveginn passar það með flestu.  Kínóa fræ, sem er í raun eins og korn, er með frábært hlutfall á milli próteina og kolvetna (1g:4,3g)  sem gerir það að góðri fæðu eftir æfingu.  

 

Þessi uppskrift gefur þér ca. 4 skammta og hver skammtur er 332 kaloríur: 

 

1 bolli þurrt kínóa, skolið

2 bollar vatn

1 stk. epli, skorið í litla bita

1/2 bolli möndlur, skornar í litla bita

1 bolli fersk eða hálf frosin bláber

1/2 bolli rúsínur eða niðurskornar döðlur

1 tsk. kanill

1/2 bolli hemp- eða möndlumjólk

 

  • Setjið kínóa og vatn í pott og sjóðið þar til tilbúið, í ca. 15 mínútur.
  • Bætið öllu öðru út í pottinn og hrærið í 2-3 mínútur.

 

 

Oft hefur verið sagt að “an apple a day keeps the doctor away”  eða að ,,epli á dag kemur í veg fyrir læknaheimsóknir".   Epli eru gríðarlega næringarík, þau eru trefjarík, með hátt hlutfall af andoxunarefnum og eru frábær fyrir æfingu. 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.