Kínóa kjúklingasalat

 

 

Kínóa hefur verið vinsælt upp á síðkastið enda bæða hollt og einfalt að elda það.  Það hjálpar líkamanum að verjast æðakölkun og er einstaklega auðmeltanlegt og glúteinlaust.  Það er próteinríkt og með töluvert af omega-3 fitusýrum.  

 

Ferskt rauðkál er mjög C-vítamínríkt og því frábært fyrir húðina.  Það er mjög gott til að lækna hin ýmiskonar sár og getur verið örlítið hægðarlosandi.

 

Kínóa kjúklingasalat fyrir einn: 

 

1/2 bolli heilsutómatar skornir í tvennt

1/2 bolli ætiþirstill, úr dós, þerraður

1/2 bolli rauðkál, skorið smátt niður

1/2 bolli kínóa, eldað

85 gr. skinnlaus, kjúklingur, skorinn í litla bita - eldaður

1/2 bolli papríka, skorin smátt

1 bolli klettasalat

2 msk. sinnepsdressing (uppskrift hér)

 

  • Öllu blandað vel saman í skál og svo er að njóta.

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.