Jurtablanda frá Provence (frönsk blanda)

 

 

Frakkar hafa alltaf verið þekktir fyrir frábæra matargerð og eru mörg bestu veitingahús í heiminum í Frakklandi.  Því skal engan undra að franskur kúltur einkennist af mikilli matarmenningu og hvernig þeir para saman dásamleg vín við einstaka osta er hreint út sagt unun að upplyfa.  

 

Fyrir um 70 árum þá var þessi jurtablanda frá Provence (Herbs du Provence) almennt orðatiltæki yfir þær jurtir sem uxu villtar á svæðinu.  Í dag er þetta notað yfir ákveðnar jurtir sem eru notaðar saman í hinum ýmsu réttum.  Í raun er jurtablandan mjög mismunandi eftir því hver kokkurinn er.  Hér kemur þó ein dæmigerð uppskrift.  Lavíender er þó ekki alltaf haft með en mörgum finnst það gefa skemmtilegt bragð ásamt góðum ilm.  Provence er þekkt fyrir lavíender akra sína sem ná eins langt og augað nær, en því má að sjálfsögðu sleppa hér.      

 

 

1 1/2 msk. þurrkað timjan

1 msk. þurrkaður basill

1 msk. þurrkað oreganó

1/2 msk. kramin fenníku fræ

1/2 msk. kramin þurrkuð rósmarín

1/2 msk. kramin þurrkuð lavíander lauf (má sleppa)

 

  • Blandið öllu saman og geymið í loftþéttum umbúðum og merkið.  

 

 

Kryddjurtir hafa verið notaðar lengi til að bragðbæta ýmsa rétti ásamt því að gefa þeim næringarboost.  Sýnt hefur verið fram á að margar þeirra innihalda mikið af andoxunarefnum og olíum með bakteríudrepandi áhrifum.  Ef kryddjurtir eru borðaðar reglulega, þá geta þær bætt heilsuna á marga vegu eins og t.d. bætt meltingu og hreinsun líkamans.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.