Hvaða bætiefni virka?

 

 

Allir sem hafa einhverntíman tekið inn einhverskonar bætiefni hafa væntanlega velt því fyrir sér hvort þau séu að virka eða hvort þeir séu bara að henda peningunum í vaskinn.  Nú hefur tímaritið Scientific Guide To A Healthier You birt lista af bætiefnum sem hafa verið vinsæl síðustu árin, sem að vísindamenn hafa skoðað og komist að niðurstöðu um hvort þau virki eins og framleiðendur vilja meina eða bara alls ekki.  

 

 

Bætiefnin fengu 1-5 stjörnur: 

 

★  Lyfleysa - virkar ekkert

★★  Að mestu lyfleysa - virkar sama og ekkert

★★★  Mótstæðukenndar niðurstöður - virkni fannst í sumum rannsóknum en engin virkni í öðrum

★★★★  Virkar mjög líklega

★★★★★  Virkar - lækning

 

 

Argan olía

★★★★

 

Argan hnetan vex í Marocco á þyrnóttum trjám.  Henni er gjarnan bætt út í snyrtivörur og sumar tegundir er hægt að nota í eldamennsku.  Hún inniheldur E vítamín og línólsýru sem hefur góð áhrif á bólgur.  Nýleg rannsókn sem gerð var á konum sem gengnar voru í gegnum tíðahvörf, sýndi fram á að argan olía hefur veruleg áhrif á hrukkumyndun.  Hrukkumyndun var minni hjá þeim sem notuðu Argan olíu en hjá þeim sem notuðu hana ekki.  Það virðist þó ekki skipta máli hvort hún sé innbirt eða borin á húðina.   Einnig er talin að hún lækki kólesterólið í blóðinu.

Hægt er að kaupa 100% lífræna Argan olíu hér hjá Lifandi Líf.

 

 

Býflugna frjókorn (e. Bee Pollen)

★ 

 

Býflugna frjókorn er bara venjulegt blóma frjókorn sem hefur verið safnað saman af býflugum.  Innihaldið er blanda af sykri, próteini og fitu, sem gerir það frekar orkumikið - en það er allt of sumt.  Talið hefur verið að frjókornin séu góð fyrir krabbameinsjúklinga eða að þau ýti undir frammistöðu íþróttafólks.  Einnig að þau séu góð til að bæta kyngetu.  Ekkert af þessu hefur verið staðfest með vísindalegum rannsóknum.  

 

 

Chlorella

 ★★

 

Chlorella er grænþörungur sem vex í ferskvatni sem mikið hefur verið í umræðunni vegna þess hversu hátt hlutfall það inniheldur af próteini og kaloríum.  Margar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif þörungsins á heilsuna og ekki hafa niðurstöðurnar verið nægilega sannfærandi til að styðja við það sem auglýsendur halda fram.  Það gæti þó verið að chlorella hafi góð áhrif á ónæmiskerfið og hjálpi vefjagigtarsjúklingum.  En sambandið þarna á milli er mjög veikt og fleiri rannsóknir þyrfti að gera.  

 

 

Kínahvönn (e. Dong Quai)

 

Kínahvönn hefur verið notuð í kínverskum lækningum í aldanna raðir fyrir konur sem að þjást að slæmum túrverkjum og ýmsum öðrum verkjum sem fylgir því að vera kona.  Það hafa einhverjar rannsóknir sýnt fram á að jurtin slaki á vöðvum tengdum leginu og opni háræðarnar.  En að öðru leyti er ekki talið að jurtin virki betur en lyfleysa.   

 

 

Sólhattur (e. Echinacea)

★★★

 

Sólhattur hefur lengi verið notaður til að hjálpa ónæmiskerfinu að berjast við kvef og pestir en niðurstöður rannsókna hafa verið mjög mismunandi.  Stór rannsókn sem gerð var árið 2007 sýndi fram á að með því að taka jurtina voru minni líkur á því að fá kvef og ef þú fékkst það, þá varstu mun fljótari að losa þig við það en ella.  Á sama tíma voru tvær aðrar rannsóknir í gangi, sem sýndu engan ávinning með því að taka Sólhatt.  

 

 

Fólinsýra, B9-Vítamín (e. Folic Acid)

★★★★

 

Fólinsýra er ekki framleidd af líkama okkar og því þurfum við að fá hana úr fæðunni.  Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lítillar inntöku fólinsýru fyrir þungun og á fyrstu 12 vikum meðgöngu og hættu á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fósturs.  Mælt er með því að konur sem ætla sér að eignast börn, taki inn fólinsýru sem bætiefni ásamt því að borða mataræði sem inniheldur mikla fólinsýru.  Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að mikilvægt sé fyrir verðandi feður að borða mataræði ríkt af fólinsýru.  Fólinsýra finnst meðal annars í grænmeti, sumum ávextum, hnetum og baunum.  

 

 

Hayluronic Acid

★★★

 

Hayluronic Acid er notað af mörgum lýtalæknum til að gefa vörum fyllingu og oft er hægt að finna hana í snyrtivörum.  Það eru þó engar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að inntaka Hayluronic Acid sem bætiefni hafi áhrif á öldrun húðar.  Það hefur þó verið sýnt fram á að hún hafi góð áhrif á liðagigt í hnjám.  

 

 

Járn (e. Iron)

★★★★

 

Það er ekkert næringarefni sem jafn marga skorta í heiminum í dag eins og járn.  Skorturinn er þó meiri hjá þróunarlöndum því þar er járni ekki bætt út í unnar matvörur eins og gert er við margar matvörur hjá okkur Vesturlandabúum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þær konur sem skorta örlítið járn, þó þær séu ekki verulega blóðlausar, gæti minnkað hversu þreyttar þær væru.  Of mikið járn getur þó verið mjög skaðsamt.   

 

 

Jóhannesarjurt (e. St. John´s Wort)

★★★★

 

Margar stórar rannsóknir hafa staðfest að Jóhannesarjurt virkar betur gegn þunglyndi heldur en venjuleg þunglyndislyf.  Örlítið misræmi er þó á milli einstakra rannsókna.  Ástæðan er þó talin vera vegna þess að það sé ekki hægt að treysta því hversu mikið af virka efninu sé raunverulega í töflunni/vökvanum frá framleiðanda.  Það sé því misræmi á milli merkinga á pakkningu og hversu mikið af virka efninu sé í vörunni.  Þetta geri vísindamönnum erfiðara  fyrir að finna skammtastærðir sem virka og bera saman rannsóknir.   

 

 

Ljósátu olía (e. Krill oil)

★★★

 

Ljósáta er örlítil krabbafló sem lifir á þörungum.  Olían sem unninn er úr henni er Omega-3 olía sem er mikilvæg meðal annars fyrir hjartað.  Upp hafa komið kenningar að Ljósátu olía virki betur en Fiski olía en rannsóknir hafa ekki náð að staðfesta það.  Virkni olíanna er þó mismunandi og það virðist vera að það þurfi minna af Ljósátu olíu.  En að öðru leyti hefur ekki verið sannað að hún sé betri en Fiski olia.  

 

 

L-Karnitín (e. L-Carnitine)

★★★★ 

 

L-Karnitín er amínósýra sem líkaminn býr til sjálfur og því í flestum tilfellum ónauðsynlegt fyrir heilbrigðan einstakling að taka það inn sem bætiefni.  Það hafa þó verið gerðar rannsóknir sem gefa til kynna að inntaka L-Karnitín auki hreyfigetu sæðisfruma og hjálpi líkamanum að jafna sig eftir erfiða líkamsrækt.  Í flestum tilvikum hafa rannsóknir ekki stutt þá orðræðu að það auki getu íþróttafólks eða auki vöðvamassa. 

 

 

Manuka hunang (e. Manuka Honey) 

★★★

 

Hunang hefur lengi verið notað sem hálfgjört sýklalyf en enn í dag hafa vísindamenn ekki náð að skilja af hverju það drepur bakteríur.  Manuka hunang er talið verið sérstaklega gott til að drepa bakteríusýkingar - æðri öðrum hunangs tegundum.  Það hafa þó engar rannsóknir staðfest ávinninginn á sjúklingum.  Það hefur þó komið fram að gott sé að borða Manuka hunang við vægum brunasárum eða bera á sárið.  Það flýti fyrir bata.  

 

 

Brenninetla (e. Nettle)

★★★★ 

 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að Brenninetla virki vel gegn auknu þvagláti fullorðinna karlmanna, vegna stækkun á blöðruhálskirtli. Í raun er ekki vitað nákvæmlega hvernig það virkar en það er að minnsta kosti vitað að Brenninetlan minnkar ekki blöðruhálskirtilinn.  Brenninetla virkar einnig að mörgu leyti eins og ofnæmislyf og hafa niðurstöður rannsókna sýnt að hún virki vel við slitgigt og frjókornaofnæmi.

 

 

Hvítlaukur (e. Garlic)

★★★★

 

Hvítlauk í mataræði er mikið búið að rannsaka og hafa niðurstöðurnar sýnt að hann minnki líkur á ristilskrabbameini og það virðist vera að sömu áhrif séu þegar hvítlaukur er tekinn inn sem bætiefni.  Hvítlaukur í töfluformi virðast einnig lækka örlítið blóðþrýstinginn en enn er verið að rannsaka hvort það hafi áhrif á dauðsföll vegna hjartasjúkdóma.  

 

 

Kvöldvorrósarolía (e. Evening Primrose Oil)

★★ 

 

Kvöldvorrósarolía hefur mikið verið auglýst af framleiðendunum sem eru margir mjög stór og fjársterk fyrirtæki víða um heim.  Þau vilja meina að hún sé sérstaklega góð gegn exemi og fyrirtíðarspennu.  En bæði bandarísk yfirvöld ásamt fleiri vísindamönnum vilja meina að sannanir séu engan veginn nægilega sterkar til að telja svo.  Þær rannsóknir sem hafa sýnt fram á jákvæða virkni kvöldvorrósarolíu hafa verið gagnrýndar annað hvort fyrir að vera of smáar, illa gerðar eða gerðar af eða fyrir framleiðendurna sjálfa.  

 

 

Q10

    ★★★

 

Rannsóknir hafa sýnt að Q10 getur verið gott fyrir hjartað og lækkað blóðþrýstinginn.  En rannsóknir hafa ekki náð að sanna gagnsemi þess við mörgum öðrum sjúkdómum sem það á að vera gott fyrir eins og krabbameini og vefjagigt.    

 

 

Raspberry Ketone

★★

 

Raspberry Ketone hefur verið markaðssett og selt fyrir þyngdartap.  Rannsóknir hafa verið gerðar á nagdýrum sem sýna að þegar þeim var gefinn mjög stór skammtur, hafði það áhrif á fitubrennslu þeirra.  Það hafa einnig verið gerðar rannsóknir á mönnum en niðurstöðurnar hafa ekki verið sannfærandi.

 

 

Spírulína

★★★

 

Spírulína er einstaklega prótein- og næringaríkur blá-grænþörungur sem hefur verið vinsæll í gegnum árin.  Margar rannsóknir á dýrum sýna að spírulína hafi góð áhrif á ónæmiskerfið en færri hafa sýnt þessa niðurstöðu á mönnum. 

 

 

Vítamín K2

★★★★  

 

K- vítamín finnst í ýmsu grænmeti og er mikilvægt fyrir blóðstorknun og sterk bein.  K2-vítamín verður til vegna gerla í þörmun og rannsóknir hafa sýnt að ef eldra fólk fær nægilegt magn af K2-vítamíni, minnka líkur á beinþynningu.  Nokkrar rannsóknir hafa stutt þá kenningu að stórir skammtar af K2-vítamíni geta verið gagnlegir fyrir þá sem eru með lifrakrabbamein. 

 

 

Hveitigras (e. Wheatgrass)

 

 

Hveitigras hefur svipað næringarinnihald og spínat og spergilkál og því mjög næringaríkt grænmeti sem gefur öllum kroppum mikið af vítamínum og steinefnum.  Annað virðist það ekki gera.  Það gæti verið að hveitigras minnki aukaverkanir á einstaklingum sem eru í krabbameinsmeðferðum en það hefur ekki verið sannað.  

 

 

Gingsen

★★★

 

Gingsen hefur verið notað í kínverskum lækningum um margar aldir gegn ýmsum kvillum en hingað til hafa vísindamenn ekki náð að sannreyna gagnsemi þess.  Nokkrar litlar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að það lækki blóðsykurinn og örvi ónæmiskerfið.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.