Hvað er líkaminn að segja þér?

 

 

Finnur þú stundum fyrir óstjórnanlegri löngun í eitthvað og þú bara getur ekki hætt að hugsa um það?  Stundum er það þannig að þegar okkur langar í eitthvað ákveðið, þá er líkaminn að reyna að segja okkur eitthvað.  Það gæti verið að okkur vanti ákveðin næringarefni eða eitthvað annað sem hann vill vekja athygli á.  Hollt mataræði, sem stuðlar að jafnvægi næringaefna í líkamanum, er mikilvægt til að koma í veg fyrir óhóflegt sælgætisát og stuðlar að meiri vellíðan. 

 

 

Þegar okkur langar í eitthvað saltað, þá er það oft fyrsta merki ofþornunar.  Við leysum það yfirleitt með því að fá okkur að drekka.  Ef það vandamál er aftur á móti ekki leyst, þá kallar líkaminn á eitthvað annað sem þýðir yfirleitt að einhver skortur sé á steinefnum.  

 

Ef okkur langar endalaust í eitthvað sætt, sama hversu mikil sætindi við borðum, þá er gott að huga að andlegu hliðinni.  Við gætum verið þreytt, búin að sofa illa síðustu nætur.  Yfirleitt kemur mesta sætulöngunin þegar við erum sem þreyttust.  Einnig er það þegar við viljum flýja raunveruleikann, eða jafnvel þegar okkur er kalt.  

 

Að hlusta á það sem líkaminn er að segja okkur er dýrmætt, það eru svo margir kvillar sem við getum komið í veg fyrir einungis með  því að vera meðvituð um eigin líðan og langanir.  

 

Hér kemur smá listi sem er engan veginn tæmandi, sem gott er að hafa í huga þegar næsta löngun kemur upp:  

 

Mig langar í: Súkkulaði

Líkamann vantar: Magnesíum

Hvar finn ég það: 100% kakó, hnetur, fræ, linsur, acai ber, döðlur, fíkjur, bananar, epli, rúsínur, heilkorn, lárperur, fjörugrös og baobab.

 

Mig langar í: Sætindi (kökur og sælgæti)

Líkamann vantar: Króm

Hvar finn ég það:  Spýruð fræ, viltar jurtir, grape, döðlur, spergilkál, tómatar, fjörugrös og ýmsar hnetur.

 

Mig langar í: Brauð og pasta

Líkamann vantar: Trýptófan, fosfór og brennistein.

Hvar finn ég trýptófan: Heslihnetur, möndlur, fræ, linsur, heilkorn, sætar kartöflur, rúsínur, spínat og 100% hreint kakó.

Hvar finn ég fosfór:  Heslihnetur, möndlur, spíruð fræ, chlorella, fjörugrös, viltar jurtir, heilkorn, kál og kóríander.

Hvar finn ég brennistein:  Heslihnetur, möndlur, fræ, spíruð fræ, linsur, heilkorn, maca, trönuber, piparrót, hvítkál, hvítlaukur, laukur, rósakál og aspas.

 

Mig langar í:  Eitthvað saltað (snakk, salthnetur oþh.)

Líkamann vantar: Kalsíum

Hvar finn ég það: Chia fræ, hnetur, fræ, baunir, acai ber, baobab, mórber, maca, viltar jurtir, rauðrófur, spergilkál, hvítkál og grænkál.

 

Mig langar í:  Kjöt

Líkamann vantar: Vítamín B12

Hvar finn ég það:  Spirulína, fjörugrös, gerjuð matvara, hrátt grænmeti og næringarger.

 

Mig langar í:  Kaffi eða te (með koffeini)

Líkamann vantar: Fosfór, brennistein og járn.

Hvar finn ég fosfór:  Heslihnetur, möndlur, spíruð fræ, chlorella, fjörugrös, viltar jurtir, heilkorn, kál og kóríander.

Hvar finn ég brennistein:  Heslihnetur, möndlur, fræ, spíruð fræ, linsur, heilkorn, maca, trönuber, piparrót, hvítkál, hvítlaukur, laukur, rósakál og aspas.

Hvar finn ég járn:  Graskersfræ, heilkorn, spíruð fræ, baobab, maca, chlorella, fjörugrös, linsur, mórber, þurrkaðar apríkósur, rúsínur, grænkál, aspas og hvítkál.

 

Mig langar í:  Ost

Líkamann vantar: Omega-3 fitusýrur

Hvar finn ég þær:  Fræ (sérstaklega chiafræ, hampfræ og hörfræ), acai ber kókosolía.

 

Mig langar í: Alkahól

Líkamann vantar: Prótein, kalsíum, kalín og glútamín. 

Hvar finn ég prótein: Linsur, sojabaunir, fræ (hampfræ og chiafræ), spirulina, fjörugrös, kínóa, kál og hnetur.

Hvar finn ég kalsíum:  Chia fræ, hnetur, fræ, baunir, acai ber, baobab, mórber, maca, viltar jurtir, rauðrófur, spergilkál, hvítkál og grænkál.

Hvar finn ég kalín:  Fræ, spíruð fræ, fjörugrös, chlorella, maca, lucuma, mórber, apríkósur, plómur, kirsuber, rúsínur, bananar, epli, sítrús ávextir, tómatar og hvítlaukur.

Hvar finn ég glútamín: Heilkorn, rauðrófur, spínat, steinselja og hvítkál. 

 

Þegar ég borða yfir mig

Líkamann vantar: Sink (hjá þeim konum sem hafa blæðingar), þýroxin, trýptófan og kísil.

Hvar finn ég sink:  Sjávarréttir, graskers- og sólblómafræ, spíruð fræ, acai ber og linsur.

Hvar finn ég þýroxin:  Í matvöru sem er rík af C-vítamíni ( goji ber, sítrus ávextir, kíwí, jarðaber, maca, baobab, acai ber og kartöflur).

Hvar finn ég trýptófan: Heslihnetur, möndlur, fræ, linsur, heilkorn, 100% hreint kakó, sætar kartöflur, rúsínur og spínat. 

Hvar finn ég kísil:  Spíruð fræ, heilkorn, rúsínur, kirsuber, epli, appelsínur, rauðrófur, hvítkál, laukur, hunang, gúrka og sellerí.

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.