Ho`oponopono

 

 

 

Til er ein goðsagnakennd saga um Dr. Ihaleakala Hew Len sem á að hafa læknað sjúklinga á geðdeild á spítala á Hawaii, án þess að hitta nokkurn einasta af þeim.  Hann kom sér fyrir á skrifstofu á spítalanum og fór vel yfir allar sjúkraskýrslurnar.  Á meðan hann var að því, vann hann í sjálfum sér.  Eftir fjögur ár, voru allir sjúklingarnir læknaðir.  Aðferðin sem hann notaði er kölluð Ho`oponopono sem er gömul læknis- og hreinsunar aðferðafræði frá Hawaii, sem byggist á því að lækna - með því að elska sjálfan sig. 

 

Dr. Len endurtók ,,ég elska þig" og ,,takk fyrir" þegar hann fór yfir skýrslurnar.  Hægt og rólega var hægt að taka sjúklingana af lyfjum og marga var hægt að hleypa aftur út í þjóðfélagið, þrátt fyrir að hafa verið með mikla geðsjúkdóma.  

 

Ho`oponopono þýðir í rauninni að ,,laga eitthvað" og hefur verið notað í Hawaii í gegnum aldirnar til að leysa þau vandamál sem koma upp í fjölskyldum og almennt í lífinu.  Þar er ákveðinn leiðtogi, haku, sem stjórnar og er kosinn af hópnum.  Reglur sem allir verða að fylgja eru síðan samdar af öllum.  Allir verða að segja sannleikann, elska hvort annað og gæta trúnaðar.    

 

Ho`oponopono gefur tækifæri til sjálfskoðunar - lætur einstaklinga skoða sjálfan sig og velta fyrir sér hvernig þeir brugðust við ákveðnum aðstæðum.  Það getur þýtt að það þurfi að horfast í augu við slæmar tilfinningar, orð, hugsanir og gjörðir.  Og það inniheldur fyrirgefningu.  Hér áður fyrr var ávalt veisla eftir Ho`oponopono þar sem guðunum voru færðar gjafir og fjölskyldur böðuðu sig saman til að hreinsa sálina.  Í dag er þessi aðferðafræði enn notuð þó í mun minna mæli.  Og hún virkar enn.  Hún ýtir undir ástina.  Hún læknar særðar tilfinningar.  Hún sameinar ennþá fjölskyldur með betri samskiptum.  Hún undirstrikar mikilvægi hreinskilni og fyrirgefningar. 

 

Talið er að það hafi verið Dr. Len sem byrjaði að nota möntrur með Ho`oponopono.  Hann endurtók:  Takk fyrir.  Ég elska þig.  Ég fyrirgef þér.  Fyrirgefðu.

 

 

Prufaðu að endurtaka möntrurnar -  Þegar lífið er ekki alveg eins og þú villt hafa það.  Þegar sú persóna í lífi þínu sem þú elskar svo mikið og vilt svo vel, bregst þér...aftur.  Þegar þú hélst að þú mundir elska vinnuna þína en kemst að því að þú hatar hana.  Þegar þú ert kvíðin/-n og hrædd/-ur.  Þegar þú ert reið/-ur við sjálfa/-n þig.  Eða bara af því þig langar það.

 

Takk fyrir...

Vegna þess að þú vilt mér bara það besta.

Vegna þess að þú hefur glatt mig.  Og þú munt gera það aftur.

Vegna þess að þér þykir vænt um mig, eins og engum öðrum þykir vænt um mig.

 

Ég elska þig....

Ég geri það.

Vegna þess að þú ert mín ástríða, minn tilgangur.

Vegna þess að elska sjálfan sig er það allra mikilvægasta.

Vegna þess að þú ert falleg/-ur.  Að innan sem og að utan.

 

Ég fyrirgef þér....

Þú ætlaðir ekki að segja það sem þú sagðir eins og þú sagðir það.

Þú ætlaðir aldrei að særa mig.

Þú ert að kenna mér að lifa mínu lífi samkvæmt mínum reglum.

 

Fyrirgefðu....

Ég var reið/-ur.

Ég hefði aldrei átt að efast um þig.

Ég ætlaði mér aldrei að hafa þetta svona.  

 

Andaðu inn - andaðu út - endurtaktu:   Ho`oponopono - Takk fyrir.  Ég elska þig.  Ég fyrirgef þér.  Fyrirgefðu.

Tilgangurinn er að lifa í nútíðinni.  Ekki leita að einhverju til að kenna um,  til að sjá eftir eða til að breyta.  Að sætta sig við aðstæður - þennan dag, viku, mánuð, ár.... alveg eins og það er.  Ekkert minna, ekkert meira.  Og þegar þú hefur sætt þig við aðstæður, þá verður þú svo miklu hamingjusamari  heart

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.