Heimagerður hálsbrjóstsykur

 

 

 

 

 

Þegar við byrjum að veikjast þá byrjum við gjarnan á því að kaupa okkur hálsbrjóstsykur, hóstasaft og þess háttar vörur sem yfirleitt eru fullar af sykri.  Það er einmitt á þessu tímabili sem við ættum að láta sykurinn eiga sig og leita í náttúrulegri kosti sem næra okkur og græða.  

 

Hér kemur uppskrift að náttúrulegum hálsbrjóstsykri sem hjálpar þér að losna við hálsbólguna og minnka hóstann:

 

1 bolli jurtate, reyna að finna ferskar jurtir.  Regnálmi (slippery elm), hóffífill (coltsfoot), kanill (cinnamon), ylliber (elderberry) og kamilla (camomile) eru allt mjög áhrifaríkar jurtir og best væri að nota sem flestar.  

1.5 bolli hrátt, lífrænt hunang

2 msk lífræn kókoshnetuolía, fljótandi

6 dropar af lífrænni  Tea tree ilmkjarnaolíu

6 dropar af lífrænni Piparmyntu ilmkjarnaolíu

8 dropar af lífrænni Lavender ilmkjarnaolíu

 

 

  • Blandið ilmkjarnaolíunum saman við kókoshnetuolíuna.

 

  • Sjóðið 2 bolla af vatni.  Skiptið vatninu í jafn marga bolla og jurtirnar eru margar.  Látið hverja jurt fyrir sig liggja í einum bolla í tesíu/tepoka í um 20 mínútur.

 

  • Blandið öllu teinu saman.  Setjið einn bolla af teinu ásamt öllu hunanginu í pott og látið vera í ca. 30 mínútur yfir miðlungs/háum hita.

 

  • Hrærið reglulega og um leið og blandan verður froðukennd og fer að skilja sig, þá þarf að taka hana af hellunni.  Passa að láta ekki brenna. 

 

  • Blandið saman kókoshnetu-ilmkjarnaolíu blöndunni og setjið í klakabox/sælgætisform. 

 

  • Látið kólna.  Þegar molarnir eru alveg kólnaðir þá er hægt að setja smá jurtir á þá svo þeir verða ekki klístraðir, en það er ekki nauðsynlegt. 

 

 

Regnálmi (Slippery Elm) er tré sem vex víða í Norður Ameríku og hefur verið notað í gegnum árin við hinum ýmsu kvillum.  Í fyrstu voru það indíánarnir sem notuðu slímugan innri börkinn á trénu sem smyrsli á sár og einnig bjuggu þeir til remedíur gegn flensu og kvefi.  Síðar voru það bandarískir hermenn sem nýttu börkinn til að græða sár þeirra særðu.  Enn þann dag í dag er regnálminn notaður í lækningaskyni og víða er hægt að fá hann sem bætiefni.  Það eru ekki margar rannsóknir sem hafa getað sannað þennan lækningamátt en jákvæðar niðurstöður hafa þó verið þegar regnálminn hefur verið rannsakaður við hósta og hálsbólgu.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.