Heilsutrend 2020

Þriðjudagur 29. október 2019 - Heilsutrend 2020 eftir Berglind Ósk Magnúsdóttir

 

 

Whole Foods Market - dásamleg matvörukeðja í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í allskonar heilsuvörum - tekur saman lista á hverju ári þar sem þeir spá í spilin og velta fyrir sér hvað verður vinsælt í matvælageiranum á komandi ári.  Þetta verkefni vinna þeir í samræmi við viðskiptavini sína, ýmsa heilsugúrúa, framleiðendur og aðra verslunareigendur.

 

Hér kemur útkoman -  Topp 10 heilsutrendin 2020:

 

Endurhugsaður landbúnaður

 

Mörg okkar höfum horft á heimildarmyndir og lesið sögur um það hvernig landbúnaðurinn í Bandaríkjunum (og víðar) er í raun og veru.  Hræðileg meðferð á dýrum og alltof mikið af eiturefnum hefur einkennt hann lengi.  Neytendur hafa mótmælt mikið og hafa margir bændur hlustað.

 

Í Bandaríkjunum er nú hægt að kaupa kjöt sem er sérstaklega merkt “grass fed“ sem þýðir að dýrinu hefur verið gefið gras að borða en ekki korn.  Flestar matvörubúðir bjóða upp á lífræna ávexti og grænmeti og horn með “local“ vörum og þá getur neytandinn treyst því að ræktun fari fram í næsta nágrenni. 

 

En neytendur vilja meira.  Þó svo að grænmetið og ávextirnir séu ræktaðir lífrænir þá er ekkert sem segir að þeir innihaldi þau næringarefni sem þeir ættu að hafa.  Því hafa margir bændur, vísindamenn, framleiðendur og yfirvöld farið í þá vinnu að rækta upp jarðveginn og gera hann heilbrigðan til að geta boðið neytendum upp á næringaríkara grænmeti ásamt því að finna umhverfisvænni leiðir. 

 

 

Ýmist ofurmjöl

 

Síðustu ár hefur flætt inn á markaðinn ýmis spennandi mjöl sem hægt er að nota í bakstur og matargerð í staðinn fyrir gamla góða hveitið.  Á árinu 2020 mun það halda áfram og munum við sjá tilbúið blómkálsmjöl, bananamjöl og allskonar mjöl úr grænmeti og ávextum.  

 

Einnig mun vera mikið um að skipt verði út hefðbundnum hveititegundum í snakki og kexi fyrir t.d. tigernut mjöl og allskonar mjölblöndur gerðar úr hinum ýmsu fræjum.  

 

Þessar breytingar munu bæta bæði próteini og trefjum í baksturinn.  

Vestur- Afríku æði 

 

Mataræði Vestur Afríkubúa státar af allkonar ofurfæði og næringu sem margir flottustu kokkarnir í Bandaríkjunum eru farnir að tileinka sér.  Tómatar, laukur og chili pipar er grunnurinn af mörgum þekktum réttum og hnetur, engifer og sítrónugras er algeng viðbót.  

 

Í Vestur Afríku eru 16 þjóðir sem allar hafa mjög svipaðan mat með þó misjöfnum áherslum og áhrifum frá Mið-Austurlöndum og Vestur-Evrópu.  

 

Framleiðendur líta til Vestur-Afríku til að framleiða ofurfæði eins og moringa og tamarind.  Einnig dúrra (e. sorghum), fonio, teff og hirsi (e. millet). 

 

 

Heilsusamlegri millibiti

 

Mun meira af tilbúnum ferskum millibita verður í búðunum og mikil áhersla lögð á ferskleikann.  Allskonar niðurskorið grænmeti með heilsusamlegum sósum, súpur, orkustangir sem þarf að geyma í kæli - allt ferskt, beint úr kælinum sem hægt er að grípa með sér.  Skammtastrærðirnar verða þægilega passlegar fyrir einn einstakling.  

 

 

Fjölbreyttara úrval fyrir jurtaætur og sojavörum fækkar

 

Í mörgum tilfellum borða grænmetisætur rosalega mikið af sojavörum vegna þess hversu algengar þær eru í unni grænmetisfæðu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á soja og alltaf er að koma betur og betur í ljós að það er ekki eins holt og haldið var í upphafi og því gott að borða það í hófi.  Þessi árás á sojavörur hefur ekki farið framhjá framleiðendum og hafa margir lagt sig fram að finna önnur hráefni í tófúið og aðra tilbúna grænmetisrétti.  Því munum við sjá breytingar á komandi ári og það virðist sem próteinrík korn eða mung baunir verða áberandi.

 

Í bætiefnum eins og próteinduftum þá mun soja væntanlega alveg hætta og í staðinn mun vera notað mung baunir, hampfræ, grasker, avocado, vatnsmelónufræ og gyllt chlorella, sem gerir boostið creamy og girnilegt, stútfullt af amínósýrum úr plönturíkinu.  

 

,,Smjör" bylting

 

Gamla hnetu og möndlu smjörið verður aðeins sett til hliðar og það mun flæða á markaðinn allskonar nýjar tegundir af allt öðruvísi ,,smjöri".  Við erum að tala um vatnsmelónufræjarsmjör og graskersfræjarsmjör.  Allt mjög óþjált í tali og eflaust hægt að finna betri heiti yfir þessar tegundir.   Allskonar hnetur verða notaðar, umfram það sem við þekkjum nú þegar.  Einnig verða baunir sýnilegar en samt á annan hátt en í hummus.  

 

Mikil vakning er hjá fyrirækjum um notkun óhollra ólía og munu margir framleiðendur velja betri kosti.

 

Hollusta fyrir börnin

 

Nú eru framleiðendur að uppgvöta að blessuð börnin þurfa hollan mat líka, ekki bara kjúklinganagga og franskar. Markmiðið hjá þeim er að halda áfram að hafa matinn skemmtilegan og áhugaverðan fyrir börnin en samt hollari en áður.  Sem dæmi; litríkt baunapasta í skemmtilegum formum.

 

 

Endalaust af nýjum sætuefnum

 

Þeir sem eru hrifnir af sykri og allskonar sætuefnum ættu að gleðjast því það eru allskonar nýjungar.  Nýjar tegundir af sýrópi, unnar úr ávöxtum eins og munkaberjum, granateplum, kókoshnetum og döðlum verða algeng.  Einnig verða til sýróp unnin til úr sterkju eins og dúrra og sætum kartöflum sem líkja má við bragðinu á molasses og hunangi.  

 

Einnig munu koma fram kaloríulaus sætuefni í föstu formi eins og sykur - unnið úr grænmeti eða ávöxtum.

Kjöt - grænmetis blöndur

 

Nú eru framleiðendur unninna kjötvara farnir að snúa vörn í sókn eftir alla gagnrýnina síðustu ár og farnir að gera matvörur sínar heilsusamlegri.  Þeir taka þátt í grænmetisvakningunni á árinu 2020 þótt þeir séu ekki alveg orðnir vegan.  Markmiðið er þó að blanda meira grænmeti í kjötvörurnar og gera þær heilsusamlegri fyrir neytendur og betri fyrir umhverfið.  Stór fyrirtæki eins og Applegate eru nú í tilraunastarfsemi um það hvort að viðskiptavinir þeirra vilji hamborgara sem eru 70% hágæða nautahakk og 30% grænmeti.  Það verður gaman að fylgjast með því.  

Allskonar tískudrykkir

 

Það eru svo margir farnir að lifa áfengislausu lífi að núna poppa upp allskonar drykkir sem eiga að koma í staðinn fyrir áfengi.  Margir drykkjanna líkjast óáfengislausum kokteilum eða líkjörum sem hægt er að blanda út í hvað sem er.  Möguleikarnir verða endalausir og enginn ætti að þurfa að koma við á barnum  angel