Hampmjólk

Mánudagur 28. október 2019 - Hampmjólk eftir Berglind Ósk Magnúsdóttir

 

 

Hampfræ eru ekki bara rosalega bragðgóð heldur eru þau ótrúlega næringarrík og henta mjög vel til að gera ,,mjólk".  Fræin þurfa ekki að liggja í bleyti og það þarf ekki að sigta þau með ostaklút.  

 

Hampfræ innihalda fullkomið hlutfall á milli omega 3, 6 og 9 fitusýra sem stuðla að góðri hjartaheilsu og örvun hugans.  Þessi litlu fræ eru einnig mjög próteinrík sem gerir mjólkina einstakleg góða í boostið eftir æfingu.  Þrjár msk af hampfræum innihalda 11g. af próteini sem er meira en öll önnur fræ.  Einnig eru þau trefjarík og bólgueyðandi sem gera þau frábær fyrir íþróttafólk.

 

Hampmjólk:

1/4 bolli hampfræ

2 bollar vatn

 

Setjið hampfræin og vatnið í blandara (þarf að vera svolítið öflugur blandari) og þeytið vel í 30 - 60 sekúndur.