Grísk jógúrt með bláberjum og haframjöl

 

 

Grísk jógúrt með bláberjum og haframjöli er hollur og góður morgunverður sem einfalt er að útbúa í einum hvelli.  Fyrir þá sem vilja hafa hafrana í mýkri kantinum og chia fræin búin að belgjast vel út þá er tilvalið að útbúa þennan morgunverð kvöldið áður.

 

Morgunverður fyrir einn:

1/4 bolli haframjöl

1 bolli grísk jógúrt

1 bolli bláber (frosin eða fersk)

1 msk. chia fræ

1/4 tsk. kanill

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.