Grísk jógúrt með berjum

 

 

Hrein grísk jógúrt er alltaf klassísk þegar kemur að morgunverði.  Það gerist ekki einfaldara, þægilegra og hollara.  Hún er bæði próteinrík og full af góðum gerlum.  Með því að bæta berjum út í hana, bætur þú við trefjum sem örvar meltinguna og gefur þér orku.  Berin geta verið fersk eða frosin.  Fyrir þá sem vilja meiri sætu, þeir geta sett jógúrtið í blandara ásamt berjunum og blandað öllu saman.  Það verður aðeins sætara bragð.  Einnig er hægt að bæta við dropa af hreinni vanillu extract til að fá smá sætukeim.  

 

Einfalt og þægilegt:

Ca. 1 bolli hrein grísk jógúrt

1/2 bolli blönduð ber (eða aðrir ávextir t.d. kíwi)

 

Fyrir þá sem vilja meiri fyllingu þá er endalaust hægt að bæta út í fræjum, kornum og hnetum.  Sem dæmi: chiafræ, hörfræ, sólblómafræ, graskersfræ, goji ber, hampfræ, haframjöl og svo mætti lengi telja.

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.