Granateplasafi góður fyrir hjartað.

 

 

Hár blóðþrýstingur eða háþrýstingur (hypertension) eins og talað er um, er orðið einn algengasti áhrifavaldur á sjúkdóma í hinum Vestræna heimi.  Þetta kemur fram í Journal of Hypertension þar sem einnig er talið að innan við helmingur þeirra sem séu með háþrýsting séu meðvitaðir um ástand sitt.  

 

Í gegnum árin hafa fjöldamörg blóðþrýstingslyf verið gefin einstaklingum með of hán blóðþrýsting en á síðustu árum hafa vísindamenn einblínt meira á mataræði og lífstílsbreytingar.   Granatepli hafa vakið áhuga þeirra á þessu sviði og hafa nú gagnagrunnar frá átta rannsóknum verið sameinaðir og heildarniðurstöður birtar í Pharmacology Research.  Niðurstöðurnar sýndu að 2-3 glös af granateplasafa á dag, lækka blóðþrýstinginn verulega.

 

Rannsóknirnar átta stóðu frá tveimur vikum til 18 mánuði og voru 322 einstaklingar látnir drekka granateplasafa á meðan rannsóknunum stóð, á móti 252 einstaklingum sem drukku engan safa.   

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir.  Mynd: Pixabay. Útgefið 2018.