Grænmetissoð

 

Á köldum vetrardögum getur verið gott að luma á góðu grænmetissoði til að skella í súpur eða aðra rétti. 

Í rauninni má nota hvaða grænmeti sem er til að útbúa slíkt soð en þetta grænmetissoð er einstaklega næringarríkt

og í því má finna helling af steinefnum eins og magnesíum, potassíum, kalk og manganese. 

Einnig er það fullt af A, C, E og K vítamínum.   

 

 

Þessi uppskrift gefur þér um 4 lítra af grænmetissoði sem geymist í 6 daga í ísskáp en allt að 4 mánuði í frysti:

 

1 stk. rauðrófa, burstuð með grænmetisbursta og skorin í nokkra bita

1 stk. gulur laukur, með hýði og skorinn í nokkra bita

3 stk. gulrætur, með hýði og skornar í nokkra bita

Hálft búnt af selleríi, einnig hjartað og laufin, skorið í nokkra bita

2 stk. sætar kartöflur, skornar í nokkra bita

Hálft búnt steinselja

5 stk. hvítlauksgeirar, kramdir

2-3 cm. engiferbiti, með hýði og skorinn í litla bita

20 cm. ræmur af kombu (má sleppa)

1 stk. lárviðarlauf

Salt og pipar eftir smekk

4 lítrar vatn

 

  • Þvoið allt grænmetið vel ásamt kombuinu og setjið það allt í stóran pott.  Bætið við vatninu, piparnum og lárviðarlaufinu og hitið á háum hita þar til fer að sjóða.   Minnkið hitann og látið malla í 90 mínútur eða þangað til allt grænmetið er vel soðið.
  • Sigtið soðið frá grænmetinu og bætið við salti eftir smekk.  Látið kólna áður en sett er í ísskáp eða frysti.   

 

Öll hráefnin í soðinu aðstoða þig á einn eða annan hátt að forðast eða komast yfir flensur og kvefpestir.  

Það eru þó nokkur hráefni sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér þessa dagana og mæli ég með því að reyna

að neyta þeirra sem oftast:

 

 

Hvítlaukur hjálpar þér að verjast alls kyns sýkingum og hafa grasalæknar mælt með hvítlauk gegn

flensu í mörg ár.  Hvítlaukurinn aðstoðar þig einnig að halda blóðþrýstingnum niðri.  Venjulegur gulur

laukur er einnig gæddur mörgum góðum eiginleikum og hjálpar hann þér einnig m.a. að verjast sýkingum. 

Hann hefur einnig góð áhrif bæði á meltinguna og kólesterólið.  

 

 

Sætar kartöflur hjálpa þér að halda blóðsykrinum góðum og þar sem að þær eru mjög C vítamín ríkar þá

styrkja þær ónæmiskerfið og hjálpa þér að verjast alls konar sýkingum.  Einnig innihalda þær beta-carotene

sem eru andoxunarefni sem vernda frumur frá skemmdum og því frábært fyrir húðina.   

 

 

Mikil vakning hefur verið á neystu rauðrófa enda eru þær einstaklega hollar.  Þær hjálpa þér að halda

lifrinni góðri og vegna þess hversu B vítamín ríkar þær eru, þá styrkja þær hjarta- og æðakerfið.  

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay