Gagnlegir tenglar

 

Doktor.is
Hér er að finna hafsjó af upplýsingum um allskyns sjúkdóma, sjúkdómseinkenni og önnur heilsutengd málefni gefin út af fagfólki. Hægt er að leggja inn fyrirspurnir og fá ráðgjöf sérfræðinga.

 

Geðverndarfélag Íslands
Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Hér er að finna námskeið, fyrirlestra og annan fróðleik um geðheilbrigði.


Gigtarfélag Íslands
Starfsemi gigtarfélagsins er margþætt en megin markmið félagsins er að auka lífsgæði gigtveikra sjúklinga. Hér er að finna ýmsa fræðslu, ráðgjöf, margþætt meðferðarúrræði, ráðgjöf, reynslusögur, sjálfshjálparhópa og nánast allt er viðkemur gigtarsjúkdómum.


Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Hér er hægt að ná sambandi við heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Að auki er hér að finna ýmsan gagnlegan fróðleik um starfsemi heilsugæslunnar sem jafnan er umfangsmeiri en almenningur kannski gerir sér grein fyrir, auk þess sem fræðslu um almennt heilbrigði er miðlað með markvissum hætti.


Hjartavernd
Hjartavernd stunda öflugar rannsóknir á hjarta og æðasjúkdómum. Í Hjartavernd starfa m.a. læknar, lífeindafræðingar, líffræðingar, tölfræðingur, geislafræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og fólk úr ýmsum öðrum starfsstéttum sem vinna að ýmsum verkefnum, eins og við Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, við áhættumat, á rannsóknarstofu Hjartarannsóknar, við myndgreiningardeild, á skrifstofu, við fræðslumál, við úrvinnslu ganga, gæðastjórnun, fjármálastjórnun, ýmis samstarfsverkefni sem Hjartavernd tekur þátt í. Hér er því virk starfsemi í gangi og getur hver sem er pantað tíma í persónulegu áhættumati eða öðrum rannsóknum. Mikið magn fræðluefnis er að finna á vefnum og gott aðgengi að upplýsingum á „mannamáli“.

 

Höndin – alhliða mannræktar og mannúðarsamtök.
Alhliða mannúðar- og mannræktarsamtök sem leitast við að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar, veita aðstoð fólki sem lendir í hverskyns áföllum og stuðningur við alla sem að einhverjum ástæðum eiga erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Hér er ýmiss fróðleikur um alla mögulega mannlega þætti. 

 

Sálfræðivefurinn Persóna
Hér er að finna ýmsan fróðleik, fréttir, greinar og sjálfspróf um allt mögulegt er snýr að andlegri líðan. Að auki er hér aðgengi að sálfræðingum og öðrum sérfræðingum sem hægt er að leita til.

 

Velferðarráðuneytið
Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál. Ráðuneytið snýr því að andlegu, líkamlegu, fjárhagslegu og almennu samfélagslegu heilbrigði íbúa þessa lands. Starfsemi þess er því afar umfangs mikil og er því hér að finna gögn, fróðleik, tölfræðilegar upplýsingar, umsóknir og eyðublöð um flest er varðar velferð okkar Íslendinga.

 

Þraut - miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma 

Markviss og einstaklingsmiðuð heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma í þeim tilgangi að auka lífsgæði þess og færni til daglegra athafna. Starfsemi Þrautar felst í ítarlegu þverfaglegu greiningarferli, ráðgjöf og fræðslu, endurhæfingarmeðferð og eftirfylgd. Hér er einnig að finna ýmsan fróðleik um vefjagigt.

 

Ýmsir gagnlegir tenglar á ensku:

 

Health & age

Ýmis fróðleikur sem byggður er á vísindalegum rannsóknum varðandi heilsu þegar við eldumst.  Þar er farið í næringu, hreyfingu og fleira.

 

Body positive

Þessi síða bíður upp á upplýsingar um líkamsímind kvenna á öllum aldri.  

 

NOW Foundation

Óháð, feminísk samtök sem berjast fyrir jafnrétti á öllum vígstöðum.  Þau stuðla að ýmsum herferðum til að bæta mannréttindi kvenna, þekktasta herferðin er væntanlega Love Your Body sem á að byggja upp jákvæð líkamsímynd ungra kvenna.

 

About Face

Samtök sem mótmæla óraunhæfum kröfum til kvenna og þá sérstaklega útliti þeirra.  Á síðunni er mikill fróðleikur til að byggja upp ungar stúlkur og einnig eru boðin upp á ýmis námskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13 - 18 ára (yfirleitt í USA en sum eru á netinu).  Einnig er þar að finna fróðleik fyrir foreldra sem vilja hjálpa börnum sínum í að öðlast sterka sjálfsímynd.  

 

CalorieKing

Gagnabanki þar sem hægt er að fletta upp nær öllum bandarískum matvælum og sjá nákvæmar innihaldslýsingar.

 

American Institute for Cancer Research (AICR)

Ótrúlega miklar upplýsingar um krabbamein og þá sérstaklega um næringu og aðra þætti, bæði fyrir krabbameinsjúklinga og þá sem vilja minnka líkur á því að fá sjúkdóminn.  Hér koma fyrir allar nýjustu rannsóknirnar ásamt reynslusögum og uppskriftum.

 

World Cancer Research Fund

Einnig mjög fræðandi síða um allt er varðar krabbamein.

 

Food Information

Super Kids Nutritions

Ýmis fróðleikur um næringu og mataræði fyrir börn og fullorðna.