Fyrir hlaupaæfingu

 

Fimmtudagur 31. október - Næring fyrir hlaupaæfingu eftir Berglind Ósk Magnúsdóttir

 

 

 

 

Ég borða banana á hverjum einasta degi.  Banani með möndlusmjöri og kanil er ekki bara frábær næring heldur er það líka dásamlega gott.    Á góðum degi, þegar mig vantar smá extra orku, þá bæti ég einnig við örlítið af maple sýrópi (sleppi eða minnka þá möndlusmjörið).  Mér finnst banani með einhverju smá extra, tilvalinn þegar ég æfi strax á morgnanna og enginn tími til að sitja á meltunni.       

 

 

Það kemur þó fyrir að mig langi í eitthvað annað og kannski aðeins meira.  Þá koma yfirleitt tvær tegundir af boosti til greina: 

 

 

 

Súkkulaði - rauðrófu boost: 

 

Upprunalega sá ég þessa uppskrift í Run Fast. Cook Fast. Eat Slow eftir Shalane Flanagan og Elyse Kopecky og frá fyrsta sopa þá fannst mér þetta svo gott að mig langaði í þetta boost á hverjum degi.  Ég var alltaf með fordóma fyrir rauðrófum, fannst þær svo hræðilega vondar þó svo ég reyndi alltaf að drekka rauðrófusafa og kaupa allskonar rauðrófuduft vegna hollustunnar.  En nú eru allir fordómar farnir og ég farin að kaupa hráar rauðrófur með grasinu og öllu í miklu magni í hvert skipti sem ég fer í búðina.  Grasið er tilvalið í salatið eða í djúsvélina.

 

Þessi uppskrift er alveg fyrir tvo, þó svo að ég hafi alveg náð að klára hana ein.  Þetta boost er frábært fyrir sprettæfingar.

 

1 stk. rauðrófa (soðin ef að blandarinn ræður ekki við hráa rauðrófu)

1 bolli frosin bláber

1 stk. frosinn banani

1 bolli jurtamjólk

1 bolli kókosvatn

2 msk. hrátt kakó (ósætt), stundum nota ég kakó sem hefur verið blandað með sveppum - gefur smá auka

1 msk. hnetusmjör

 

Hýðið tekið af rauðrófunni og allt blandað mjög vel saman.

 

 

Hin tegundin er kölluð Snickers boost á mínu heimili og er ótrúlega fljótlegt.  

 

Snickers boost (einn skammtur):

 

Um 250 ml jurtamjólk

1 stk. frosinn banani

Vanillu plöntuprótein

1 msk. möndlu- eða hnetusmjör

 

Allt þeytt mjög vel saman.

 

 

Fyrir þá sem eru svona hrifnir af bönunum eins og ég, þá mæli ég með svona bananaboxum sem má frysta.  Ætti að vera til á hverju heimili smiley