Fimm krydda blanda (kínversk blanda)

 

 

Allir sem hafa einhverja þekkingu á kínverskri matargerð hafa væntanlega rekist á kryddblöndu sem heitir fimm krydda blandan.  Þó uppruni kryddblöndunnar sé flestum hulin ráðgáta þá hefur balndan fests í kínverskri menningu í gegnum aldirnar.  Einhverjar sögur eru að kryddblandan hafi upprunalega tilheyrt kínverskum lækningum á fjórðu öld fyrir Krist. Blandan hefur verið talin hin fullkomna blanda af hinum fimm bragðtegundum því hún er í senn sölt, sæt, súr, bitur og sterk.  

 

Kryddblandan er talin sérstaklega góð með andarkjöti og svíni.  Einnig er hún frábær á steikt grænmeti.  

 

2 msk. stjörnuanís, brotinn í litla bita

1 tsk. svört piparkorn

2 tsk. negull

2 tsk. fennel fræ

1 msk. kanill

 

  • Hitið pönnu á miðlungs hita.  Setjið stjörnuanísinn, piparkornin, negulinn og fennel fræin á pönnuna og steikið í um 3 mínútur eða þangað til kryddilmur kemur frá blöndunni.
  • Kælið, bætið við kanilnum og myljið niður t.d. með mortel.
  • Setjið í loftþéttar umbúðir og merkið.  

 

Stjörnuanís hefur verið notað í gegnum aldirnar til að berjast við kvef, flensur og aðrar sýkingar og er nú notað af lyfjafyrirtækjum í hinum ýmsum lyfjum eins og Tamiflu til að berjast við inflúensu.  

 

Pipar er talinn hafa hemil á matarlystinni og eykur meltingu.  Hann inniheldur mikið af andoxunarefnum og minnkar bólgumyndun en var upprunalega notaður til að aðstoða líkamann að hreinsa sig og losa hann við sýkingar.  Einnig hefur hann verið talinn góður gegn streitu.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.