Fenníku kjúklingasalat

 

 

Þetta holla og góða kjúklingasalat er tilvalið sumarsalat.  Þó það sé vel hægt að gera það inni í eldhúsi, þá er það mun betra ef öllu er skellt á grillið.  

 

Þessi uppskrift gefur þér um 6 skammta og tekur um 50 mínútur að útbúa: 

 

2 stk. límónur

4 stk. hvítlaukgeirar, skornir smátt

1/4 bolli extra virgin olífu olía

Mulið sjávarsalt

Mulinn svartur pipar

500 gr. skinnlausar kjúklingabringur

2 tsk. fenníkufræ 

3 stk. romaine kál hausar, skornir í tvennt langsum

1 stk. lítill rauðlaukur, skorinn í 6 bita

1 stk. rauð papríka, skorin í fernt, stilkur og fræ fjarlæð

1 stk. fenníkurót, skorin í fernt

3 msk. smáskorinn fetaostur

1 msk. smáskorin fersk dill

 

  • Undirbúið dressinguna:  Kreistið límónur þar til 1/4 bolli af safa er náð.  Blandið saman í litla skál 1/4 bolla límónusafa, hvítlauknum og olíunni.  Saltið og piprið eftir smekk. 

 

  • Undirbúið kjúklinginn:  Þurkið bringurnar og leggið á skurðarbretti.  Þrýstið fenníkufræunum jafnt inn í aðra hliðina á bringunum.  Saltið og piprið eftir smekk.

 

  • Undirbúið grænmetið:  Takið raomaine kálið, rauðlaukinn og papríkuna og makið dressingu á.  Notið um það bil helming af dressingunni.

 

  • Hitið grillið á miðlungshita og berið olíu á grindina.  Setjið kjúklinginn á grillið, fyrst þá hlið sem að fenníkufræin eru á.  Grillið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn, ca. 4-5 mínútur á hlið.  Grillið laukinn, papríkuna og fenníkuna þar til mjúkt, um 4-5 mínútur á hverri hlið.  Grillið kálið í 3-4 mínútur á hvorri hlið.  Látið kjúklinginn hvíla í um 5 mínútur eftir að hann er eldaður í gegn.  Hvílið grænmetið í um 3 mínútur eftir að tekið er af grillinu.  

 

  • Skerið allt grænmetið niður í smærri bita og blandið öllu saman í skál.  Skerið kjúklinginn niður og setjið í skálina.  Blandið síðan saman fetaostinum, dillinu og restinni af dressingunni.  

 

                                                                                                                        Þá er bara eftir að njóta!

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.