Fenníka

 

 

Minnkar magakrampa Berst við bólgur Kemur jafnvægi á hormóna Örvar meltingu

 

 

Fenníka var upprunalega ræktuð í Grikklandi og Ítalíu en má nú finna víða.  Þetta einkennilega rótargrænmeti er allt ætilegt og eru allir partar af því stútfullir af næringu.

 

Í einni fenníkurót má finna um 7 gr. af trefjum sem örvar meltinguna og minnka magakrampa.  Einnig hefur fenníka verið notuð gegn tíðarverkjum kvenna.  Þá er gott að skera niður fenníkurót og svipað magn af spergli og sjóða í potti.  Bæta síðan við ferskri steinselju og örlítið af mjólk og sjóða allt vel saman.  Bæta við salti og pipar eftir smekk og njóta.  

 

Nýlega hafa verið gerðar rannsóknir á fenníku í tengslum við breytingaskeið kvenna og talið er nú að líklegt sé að hægt sé að nota fenníku til að koma jafnvægi á hormónana með því að bæta henni reglulaga inn í mataræðið.  Nánari rannsóknir er þó nauðsynlegar til að staðfesta þetta.  

 

 

Fenníkufræ innihalda olíur sem gjarnan eru notaðar í snyrtivörum eða sem ilmkjarnaolíur.  Fenníku ilmkjarnaolíur eru taldar vera mjög góðar gegn bólgum og því frábærar til að blanda út í nuddolíuna.  

 

 

Uppskriftir sem innihalda fenníku:

Fenníku kjúklingasalat

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay.