Fær barnið þitt nægar trefjar?

 

 

Ofþyngd barna hefur aukist mikið víða um heim og á Íslandi er talið að yfir 20% grunnsólabarna séu yfir kjörþyngd.  Ástæðurnar eru margþættar en niðurstaðan er að mun fleiri börn hafa  þróað með sér sykursýki 2, liðagigt, hjarta og æðasjúkdóma og of háan blóðþrýsting.  

 

 

Trefjar hafa fangað athygli vísindamanna víða um heim og upp spretta rannsóknir um áhrif þeirra á líkamsþyngd okkar.  Háskólinn við Calgary gerði litla rannsókn á 42 börnum vel yfir kjörþyngd og lét þau drekka leysanleg trefjaefni blandað saman í 250 ml. af vatni, hálfri klukkustund fyrir mat.  Annar hópur af börnum var látinn drekka 250 ml. af vatni en búið var að blanda í það efninu maltodextrin, sem er algengt í unni matvöru.  Það er þekkt fyrir að hækka blóðsykurinn og eyða góðu bakteríunum í meltingarveginu.  Öll börnin voru látin borða á hlaðborði og mælt hversu mikið þau borðuðu.  Þau börn sem að borðuðu trefjarnar borðuðu að jafnaði um 100 kaloríum minna en hin börnin.  

 

Þessi rannsókn hefur verið notuð til að þrýsta á matvælaiðnaðinn í Norður Ameríku að auka trefjar í unni matvöru.  Það gæti verið stórt skref í áttina að betri heilsu fyrir unga jafnt sem aldna.     

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.