Ert þú að borða of litla fitu?

 

 

Það hefur mikið breyst síðan framleiðendur kepptust við að hafa matvörur sínar sem fituminnstar.   Í dag er almennt talið að fita sé okkur holl enda er heili okkar að mestu leiti fita.  Því er frekar verið að velta því fyrir sér hvort við séum að fá næga fitu heldur en of lítið af henni.  

 

 

Samkvæmt WHO, the World Health Organization, þá er okkur ráðlagt að 20 - 35% af heildar kaloríufjöldanum sem við innbyrðum komi frá hollri fitu.  Holl fita er m.a. í lárperum, fræjum, hnetum, jurtaolíum, feitum fiski og eggjum.  

 

Fjögur ummerki þess að þú borðir ekki nægilega mikið af hollri fitu.

 

1. Þú ert alltaf svangur

 

Ef þú borðar ekki nægilega mikið af fitu, þá eru líkur á því að þú borðir of lítið af kaloríum yfirhöfuð sem hefur áhrif á það hvernig líkami þinn starfar.  Einnig gæti verið að þú borðaðir of mikið af kolvetnum sem gerir það að verkum að það er erfiðara að finna fyrir seddu.  Þetta á sérstaklega við þegar borðuð eru ,,slæm" kolvetni sem hækka blóðsykurinn hratt og mikið og hann fellur síðan aftur niður, oft niður fyrir venjuleg mörk.  Þessi kolvetni örva insulínframleiðslu mikið sem hvetur líkamann til þess að geyma orku í formi fitu.  Þessi kolvetni eru talin ýta undir offitu í meira mæli en kolvetni sem ekki valda jafn snöggri og milkilli hækkun á blóðsykri.  Sem dæmi um þessi ,,slæmu" kolvetni eru hvít hrísgrjón, hvítt brauð, sælgæti og kökur.  

 

Bæði fita og prótein hafa þá eiginleika að draga úr þessum rússibana hjá blóðsykrinum.  Hvítt pasta með tómatsósu er t.d. alltaf vinsælt hjá mörgum. Ef gerð er smá breyting og skipt yfir í heilhveiti pasta með olifuolíu (og kryddjurtum) þá er það mun hollari kostur og þú finnur fyrir seddutilfinningu mun lengur.  

 

2. Þú þjáist af heilaþoku

 

Heilinn þarfnast fitu og er hún því nauðsynleg til að hugsa skýrt, laga einbeitingu og forðast heilaþoku.  Oftar en ekki er hægt að laga það með því að bæta við hollri fitu og próteini í mataræðið.   

 

 

3. Þú ert í vandræðum með kólesterólið

 

Rannsóknir sýna að einómettaðar fitusýrur eins og er í ólifuolíu og lárperu hefur jákvæð áhrif á kólesterólið.  Líkaminn þarfnast fitu til að endurnýja frumurnar og einnig inniheldur fita mikilvæg vítamín og hjálpar við upptöku þeirra.  

 

4. Þú þjáist af hormónaójafnvægi

 

Of lítið af góðri fitu og lágt hlutfall HDL kólesterol (góða kólesterólið) gerir það að verkum að það reynist líkamanum erfiðara að framleiða ákveðin hormón eins og testósterón og estrógen.  Þegar hormónarnir eru ekki í jafnvægi þá koma upp ýmis leiðindar einkenni eins og kvíði, þunglyndi, matarlöngun og þyngdaraukning.

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.