Hvort er heilbrigðari: A eða B manneskja?

Er heilsusamlegra að vera A manneskja og sofna snemma og vakna fyrir allar aldir?  Eða að vera B manneskja og vaka fram eftir öllu og sofa aðeins út?

 

Margar rannsóknir hafa verið gerðar og nýjustu niðurstöður sýna að það er heilsusamlegra að fara að sofa og vakna snemma.  Það er að segja að hin svokallaða A manneskja ætti að vera heilbrigðari en hin svokallaða B manneskja.  En það virðist þó ekki snúast bara um svefnvenjur.

 

Svefnvenjur flestra breytist um æfina.  Sem ungabörn þá erum við flest A manneskjur.  Færumst síðan yfir í það að verða B manneskjur þegar við erum unglingar.  Á gamals aldri þá erum við flest orðin aftur A manneskjur.  Venjur okkar á milli þess að vera unglingar og á gamalsaldri geta verið mjög mismunandi.    

 

A menneskjur eru vissulega heilbrigðari.  Þó hefur það komið fram að þær séu líklegri til að þróa með sér sykursýki 2 og hjartasjúkdóma heldur en B manneskjur sem virðast þjást af öðruvísi sjúkdómum.  Þær eru líklegri til að eiga við sálræn vandamál, ýmsa tauga- og meltingarsjúkdóma og einhverskonar öndunarerfiðleika. 

 

Ítarleg rannsókn var gerð af háskólanum Northwestern University í Chicago um hvort A eða B manneskjur væru heilbrigðari og niðurstöðurnar voru afgerandi.  A manneskjur voru mun heilbrigðari.  Fylgst var með yfir 500.000 einstaklingum á aldrinum 37 - 73 ára, þar sem svefnvenjur og heilsa voru skoðuð yfir sex ára tímabil. 

 

Breskur háskóli, Northumbria University, kom síðar með rannsókn sem taldi að þar væri ekki öll sagan sögð.  Það væru fleiri breytur í jöfnunni en svefnvenjur sem gæfu þessar niðurstöður.  B manneskjur lifðu mun óheilbrigðari líferni heldur en A manneskjur.  Þær drykkju meira áfengi, borðuðu meiri sykur og unna matvöru og borðuðu mun seinna en A manneskjur.  Oft borðuðu þær rétt áður en þær færu að sofa sem hækkaði blóðsykurinn á röngum tíma. 

 

En hvort kemur þá á undan:  Eru það svefnvenjur okkar sem fá okkur til að lifa óheilbrigðara lífi eða er það á hinn veginn?

 

Svarið við því er ekki alveg ljóst eins og er... en það er vissulega gott fyrir marga að hafa þetta í hugaheart

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Heimildir: Chronobiology International. The Journal of Biological and Medical Rhythm Research. V:8 2018 og Advances in Nutrition. V:10. 2019.