Epli

 

 

Heldur blóðsykrinum í jafnvægi Góð fyrir meltinguna Styrkir beinin Lækkar slæma kólesterólið

 

 

Ýmsar tegundir eru til af eplum allan ársins hring í verslunum enda eru þau vinsæl í ýmsa rétti eða bara ein og sér.  Þau eru einstaklega góð fyrir meltinguna, lina hægðir eða herða hægðir - allt eftir þörfum líkamans.  Þau innihalda hátt hlutfall af pektín sem er gott fyrir hjartað og heldur blóðsykrinum í jafnvægi, ásamt því að hafa góð áhrif á kólesterólið.  Einnig er töluvert af C vítamíni og potassíumi í einu epli sem gera þau að góðum kosti fyrir íþróttafólk.  Epli eru einnig talin vera góð fyrir beinin og fyrir þá sem þjást af bólgum í líkamanum.  

 

Það er algjör synd að afhýða epli enda mikið af næringarefnunum sem finna má í hýðinu.  Til að fá sem mesta næringu út úr eplinu er best að kaupa það lífrænt en ávalt skal þvo það vel áður en það er borðað því flest epli eru húðuð með vaxi til að þau líti betur út í verslunum og endist betur.  

 

 

 

Uppskriftir sem innihalda epli:

 Safar gegn bólgum   

Safar til hreinsunar 

Safar sem orkuboost

Epla- og hnetu hafragrautur

Kínóagrautur með eplum og bláberjum

Svissneskur hafragrautur

Karrí kjúklingasamloka

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.