Dökkt súkkulaði

 

 

Ættum við að hafa samviskubit yfir því að gæða okkur á dökku súkkulaði?  Alls ekki - sýna rannsóknir!

 

 

 

  • Lækkar blóðþrýstinginn:  Í kakói finnst efnið flavanóíð sem má segja að hafi svipuð áhrif á líkamann og blóðþrýstingslyf og lækkar því blóðþrýstinginn.  

 

  • Minnkar líkur á lifraskemmdum:  Rannsóknir hafa sýnt að dökkt súkkulaði örvar blóðflæðið til lifrarinnar sem hjálpar henni við starfsemi sína.  Lifrin er stærsti kirtill líkamans og gegnir hundruðum starfa.

 

  • Eykur ,,góða" kólesterólið:  Kakó inniheldur mjög mikið af fjölfenóli sem er meðal annars stútfullt af andoxunarefnum.  Rannsóknir hafa gefið til kynna að fjölfenól hafi góð áhrif á ,,góða" kólesterólið.  

 

  • Gott fyrir hjartað:  Dökkt súkkulaði hefur einnig góð áhrif á bólgur.  Þar sem það lækkar blóðþrýstinginn, eykur blóðflæði til lifrar og hefur áhrif á bólgur, þá getur það verið mjög gott fyrir hjartað.  Rannsóknir á yfir 114.000 einstaklingum hafa sýnt að þeir sem borða mest af dökku súkkulaði eru 37% minna líklegir að vera með króníska hjartasjúkdóma.

 

  • Lætur þér líða vel:   Rannsókn sem birt var í blaðinu Journal of Psychopharmacology sýndi fram á að þeir sem að drukku 45 ml. af súkkulaði drykk (úr dökku súkkulaði), voru ánægðari en þeir sem gerðu það ekki.  

 

  • Gerir þig skarpari:  Í rannsókn sem birt var í blaðinu Journal of Nutrition, var rannsakað samband á milli þess hversu mikils súkkulaði var neytt og hvernig heilinn inni.  Rannsóknin var gerð í Noregi af 2031 einstaklingi á aldrinum 70-74 ára.  Niðurstaðan var sú að þeir sem borðuðu dökkt súkkulaði voru með mun sprækari heila en hinir.  

 

  • Heldur línunum í lagi:  Þeir sem að borða dökkt súkkulaði virðast vera grennri en þeir sem að gera það ekki.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var á meira en 1000 einstaklingum.  Niðurstöðurnar voru birtar í Archives of Internal Medicine og sýndu þær fram á að þeir sem að borðuðu dökkt súkkulaði nokkrum sinnum í viku voru grennri en þeir sem að borðuðu það sjaldan - aðrir þættir í mataræði einstaklinganna voru teknir til greina í rannsókninni.

 

  • Gerir þig að snillingi (kannski):  Vísindamenn hafa rannsakað hversu mikið af súkkulaði er neitt í löndum og hversu margir frá þeim löndum hafa fengið Nóbelsverðlaun (allt gert í réttum hlutföllum).  Svisslendingar neyta mest af súkkulaði af öllum og eiga flesta Nóbelsverðlaunahafana. 

 

  • Verndar húðina:  Rannsóknir hafa sýnt að neysla kakós getur verndað húðina frá sólinni.  Í einni rannsókn var niðurstaðan sú að þeir sem að drukku 22 ml. af dökkum súkkulaðidrykk á dag í 12 vikur gátu eytt helmingi lengri tíma undir UV lampa áður en skinn þeirra byrjaði að roðna, miðað við þá sem að borðuðu venjulegt mjólkursúkkulaði.      

 

 

Unnið og þýtt úr grein í blaðinu Scientific Guide To A Healthier You.  

 

 

 © Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.