DNA eða heilsusamlegt líferni?

 

 

Það hefur löngun verið vitað að hreyfing er góð fyrir líkama og sál.  Vísindamenn halda þó áfram að rannsaka hvernig áhrif hreyfing hefur á heilsu og ávalt verða þeir sannfærðari um mikilvægi hennar.

 

 

Nú nýlega birtist í blaðinu Medicine & Science in Sports & Exercise, rannsókn sem skoðaði 10 pör, eineggja tvíbura sem voru að öllu leiti áþekkjanlegir nema annar æfði reglulega en hinn hætti að æfa á fullorðinsárum.  Mataræði tvíburanna var einnig sambærilegt.  Þrátt fyrir að tvíburarnir hefðu sama DNA, þá tók það ekki nema um 3 ár fyrir þann sem hafði hætt allri hreyfingu að auka verulega fituforða sinn ásamt því að hafa mun minna úthald.  Það sem kom ef til vill meira á óvart var að sá tvíburinn sem að hættur var að hreyfa sig, átti töluvert erfiðara með samskipti við aðra.  Þó svo að rannsóknin var ekki stór þá telja vísindmenn að hún gefi okkur vísbendingu um að hreyfing hefur jafn mikil áhrif á heilsu okkar og DNA geri. 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.